Munum ekki sjá hamingjusamari fíkla með tilkomu neyslurýma

Baldur Borgþórsson borgarfulltrúi Miðflokksins.

Með tilkomu neyslurýma munu Íslendingar ekki sjá hamingjusamari fíkla ganga um götur landsins og tilkoma rýmanna mun aðeins auka á vandann en ekki takast á við hann til þess að draga úr honum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Baldurs Borgþórssonar borgarfulltrúa Miðflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Meðal þeirra breytinga sem verða með nýsamþykktum lögum um neyslurými má ná neyta fíkniefna í bílnum Frú Ragnheiði sem hefur gengt því hlutverki að útvega fíklum hreinar nálar til fíkniefnaneyslu í þeim tilgangi að draga úr sýkingarhættu meðal fíkla.

Baldur segir að rökréttara hefði verið að bjóða umsjónarmönnum Frú Ragnheiðar að geta boðið fíklum upp á úrræði enda séu líklega flestir sem þangað sækja viljugir til þess að leita sér leiða til hjálpar til þess að komast úr neyslu. Hann segir að með því að leyfa neyslurými sé einfaldlega verið að leyfa vandann sem muni fara vaxandi með neyslurýmunum.

Við munum ekki sjá hér hamingjusamari fíkla með tilkomu þessara neyslurýma, fíklar eru alvarlega veikt fólk sem þarf hjálp og það á að eyða é í að hjálpa þeim, það verður ekki gert með þessum hætti“ segir Baldur.

Þá segir Baldur að hugmyndir með afglæpavæðingu neysluskammta fáránlega og að fíkniefnasalar bíði í ofvæni eftir að slík lög yrðu samþykkt „það er eins þarna, þar er verið að leyfa vandann í stað þess að taka á honum“ segir Baldur.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila