Múslímsk reiði gegn Burger King í Noregi fyrir að steikja alla hamborgara á sömu pönnu

Múslímar krefjast nýs staðals fyrir halal framleitt kjöt í Noregi. Burger King segir enga möguleika á að vera með sérstök matreiðslutæki fyrir halal (©Willis Lam CC 2.0)

Facebook hópurinn Hhalalguiden í Noregi með rúmlega 23 þúsund meðlimi gagnrýnir Burger King harðlega fyrir að steikja alla hamborgara á sömu steikarapönnunni og nota sömu steikingarolíu við matargerð. Shahzad Ghufoor stofnandi hópsins skrifar í athugasemd sem hefur dreifst víða, að mikil hætta sé á því að „óhreinir“ hamborgarar geti smitað frá sér yfir í „hreina“ hamborgara gerða úr halalslátruðu kjöti, því báðar gerðirnar séu steiktar á sömu pönnunni. Núna krefst hópurinn nákvæmra upplýsinga frá Burger King um hvernig maturinn er framleiddur til að geta ákveðið, hvort múslímar geti borðað á Burger King.

Ghufoor segir í viðtali við Vårt Land „Við sem borðum halal, kosher eða mat búin til úr grænmeti getum ekki farið að breyta matarvenjum okkar. Þess vegna verður að aðlaga matarframleiðsluna að þessum þörfum okkar.“ Ghufoor hefur safnað upplýsingum um marga matsölustaði á síðasta ári og segir, að stóru keðjurnar séu sérstaklega slæmar. Hann segir, að auðveldara sé að ræða við þjónustufólk á minni stöðum og spyrjast fyrir um, hvernig maturinn er framleiddur.

Vonast eftir ríkisafskiptum til að rétta hlut múslíma og setja skyldustaðal um halal-matargerð

Ghufoor vill að matvælaeftirlit Noregs, Mattilsynet, taki fyrir vandamálið með óhreinindasmit í matargerð. Hann vonast eftir því að fá fund með matvælaeftirlitinu núna í haust og stærsta ósk hans er, að staðall verði settur í Noregi fyrir hvað beri að telja sem halal.

„Það eru svolítið skiptar skoðanir um þetta í íslam. Orðið þýðir aðeins „leyfilegt.“ Flestir eru sammála um að slátra eigi dýrum með halal aðferðinni en þessu er öðruvísi farið með „óhreinindasmit.“ Eru það aðallega yngri múslímir sem hafa litlar áhyggjur af þessu smiti.“

Burger King segir, að engin af afurðum þeirra séu klassaðar sem halal eða veganskar. Hvorki sé til pláss né möguleiki til að aðskilja eldavélar og matreiðslutæki sérstaklega til að framleiða halalmat.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila