ESB fjármagnaði myndasögubók árið 2012 um veirufaraldur og alþjóðasinnaða bjúrókrata sem bjarga mannkyni – Tilviljun eða spádómur?

ESB fjármagnaði útgáfu teiknibókar sem kom út 31.des. 2012 og fjallar um faraldur mannskæðrar veiru sem líkist Covid -19. Í bókinni bjarga alþjóðasinnar og bjúrókratar, sem enginn hefur kosið, mannkyni. Það einkennilega við bókaútgáfuna var, að hún var ekki ætluð almenningi heldur til brúks á stofnunum ESB. Bókin heitir „Smitaður”og var aðeins gerð í nokkur hundruð eintökum. Kynning bókarinnar var að „þótt sagan sé skáldskapur, þá er hún engu að síður samtvinnuð raunverulegum upplýsingum”.

Sagt er frá rannsóknarstofu P4 í Kína sem vinnur við rannsóknir á dauðlegum veirum sem engin bóluefni eru til fyrir. Maður úr framtíðinni kemur til að vara við veiru sem sögð er hafa komið frá dýrum á votmarkaði og farið yfir í fólk. Þá er sagt að alþjóðleg heilsustofnun hafi brugðist of seint við til að stöðva heimsfaraldur. Greint er frá umfangsmiklum öryggisráðstöfunum eins og t.d. fjarlægð milli fólks sem gerir lífið „óbærilegt”.

Sagt er frá yfirheyrslum ESB-þingsins og að Brussel þrýsti á um aukna sameiningu Evrópu og samvinnu í heilsumálum í verkefninu „Ein heilsa”. Alþjóðasinnum er þakkað fyrir að taka fram bóluefni og dreifa um heiminn. 

Hvort svo sem bókin er einskær og furðuleg tilviljun eða raunsannur spádómur um framtíðina, þá er raunveruleiki nútímans varðandi ESB ekki sá sami og lýst er í bókinni. T.d. hefur ESB í dag beygt  sig undir ritskoðun Kína í sambandi við kórónufaraldurinn. Sambandið hefur fengið mikla gagnrýni fyrir gríðarleg mistök sem m.a. má rekja til stefnu alþjóðasinna og ókjörinna bjúrókrata. Í skáldsögu ESB bjargar hnattvæðingin plánetunni en í raunveruleikanum lýkur henni með fjöldadauða og valdabaráttu einræðis á heimsvísu.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila