Myndband: Fjallað um málefni Norðurslóða og viðskiptahagsmuni Íslands og Bandaríkjanna á viðburði um samskipti ríkjanna

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tók í gær þátt í sérstökum viðburði um samskipti Íslands og Bandaríkjanna sem samtökin Meridian International Center í Washington DC stóðu fyrir. Lagði ráðherra áherslu á einstakt samband Íslands og Bandaríkjanna sem grundvallaðist á sameiginlegum gildum og hagsmunum og ætti rætur í tvíhliða öryggis- og varnarsamstarf ríkjanna.

Milli landanna eru djúp menningartengsl og viðskiptatengslin skipta okkur afar miklu máli. Bandaríkin eru mikilvægasta útflutningsland okkar Íslendinga og nauðsynlegt verður að gæta að þeim hagsmunum hér eftir sem hingað til. Á síðustu fjórum árum hefur náðst góður árangur í þeim efnum og af okkar hálfu verður áfram unnið að því að tryggja sem best skilyrði fyrir viðskipti milli landanna.“ sagði Guðlaugur.

Þá ræddi Guðlaugur Þór samstarf ríkjanna á norðurslóðum sem aldrei hefur verið eins náið og undanfarin ár. Fram kom að ný stjórnvöld í Bandaríkjunum leggi mikla áherslu á alþjóðasamstarf um aðgerðir gegn loftslagsvánni sem endurspegli áherslur Íslands á norðurslóðum og víðar.

Frá fundinum í gær en hann fór fram í gegnum fjarfundarbúnað

Að lokum svaraði ráðherra spurningum frá áhorfendum um fjárfestingaumhverfið á Íslandi, græna orkugjafa, áherslur í alþjóðamálum og áherslur í samskiptum íslenskra stjórnvalda við nýja ríkisstjórn Biden Bandaríkjaforseta. 

Meridian International er sjálfstæð og virt hugveita í Washington sem vinna að alþjóðasamskiptum og standa fyrir námskeiðum og fyrirlestrum ráðamanna og annarra víða að.

Sjá má fundinn í myndbandi hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila