Myndband sýnir þegar Tyrkland beinir hælisleitendum til Evrópu

Myndband hefur uppljóstrað um, að Tyrkland beinir ólöglegum innflytjendum í átt að grísku landamærunum við Evros. Þar sést, þegar tyrkneskir hermenn sleppa farandfólki tyrknesku megin landamæranna og gefur þeim leiðbeiningar um, hvernig fara skuli yfir ána til að komast til Grikklands.

Í myndbandinu sést einnig, hvernig um það bil 50 hælisleitendum er safnað saman fyrir framan herbílinn, þar sem tyrkneskir hermenn leita á þeim og taka peninga þeirra og allt annað sem þeir kunna að hafa á sér. Síðan eru þeir sendir í átt að landamærunum.

Farandmennirnir sjálfir halda því fram, að þeir hafi verið handteknir af grísku öryggissveitunum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila