Myndir kafara við Estóníu sýna yfir 4 m langt gat, 1,2 m breitt undir vatnsborði sem skýrir hvers vegna skipið sökk svo hratt.

Sænskir fjölmiðlar greina frá nýrri heimildarmynd sem Discovery sýnir af flaki Estóníu en myndir frá hafsbotni sýna yfir 4 metra langa rifu á síðu skipsins undir sjávarlínu sem er yfir meter á breidd. Jörgen Amdahl prófessor í skipatækni í Þrándheimum, Noregi, segir að ekki sé hægt að útiloka að skaðinn hafi haft áhrif á hversu hratt Estónía sökk. Rannsóknarnefnd sjóslyssins vísaði þeirri hugmynd á bug að um gat á hlið skipsins gæti verið að ræða á mánuðunum eftir slysið.

Þessi nýju sönnunargögn munu hrista rækilega upp í nefndinni og stjórnmálamönnum þess tíma sem tóku þá ákvörðun að breyta slysstaðnum í „sjókirkjugarð.“ Ættingjar og eftirlifandi eftir slysið hafa verið óvægir á gagnrýni á meðhöndlun yfirvalda svo það lítur út fyrir að sannleikurinn muni hreyfa öllu málinu á nýtt. Skv. tölvumódeli Amdahl þarf um 500-600 tonna átak til að skapa gat af þessarri stærð til að komast gegnum stál og styrktarstoðir. 137 komust lifandi frá slysinu og 825 manns týndu lífinu nóttina 28. sept.1994.

Aftonbladet segir að gatið hafi verið dulið á hægri hlið skipsins sem snéri að sjávarbotni og segir uppljóstrun um skemmdirnar á skipshliðinni vera einstakar. Einn þeirra sem komust lifandi frá borði, Rolf Sörman segir í heimildarmyndinni: „Hvers vegna er þetta svona mikilvægt 25 árum eftir slysið? Jú vegna þess að við vitum ekki nákvæmlega á hvern hátt slysið gerðist.“ Annar sem komst af segir að þessi nýja uppgötvun breyti öllu.

Fjarstýrður farkostur náði þessara mynd af gatinu sem af mörgum er talið stafa vegna áreksturs kafbáts við Estóníu. Gatið er talið skýra hversu fljótt skipið sökk á innan við klukkutíma.

Sænska útvarpið segir að Lars Ångström fv. þingmaður Umhverfisvænna vill sjá nýja rannsókn á slysinu og segi þessar nýju upplýsingar benda til að Estónía hefi siglt á annað skip eða kafbát. Skv. Ångström bendir allt til að um hernaðarfarkost hafi verið að ræða.

Í sameiginlegri yfirlýsingu utanríkisráðherra Estlands, Finnlands og Svíþjóðar segir að löndin muni sameiginlega meta nýju upplýsingarnar. Juri Ratas forsætisráðherra Estlands vill láta gera nýja rannsókn á flaki Estóníu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila