Myndir þú vilja deyja fyrir Úkraínu?

Bandaríkjamaðurinn Larry Johnson skrifaði grein á netmiðilinn The Gateway Pundit undir fyrirsögninni „Myndir þú vilja deyja fyrir Úkraínu?“ Greininni er beint til Bandaríkjamanna og þá sérstaklega hermanna en Biden er mikið í hug að senda bandaríska hermenn til Austur-Evrópu, þótt hann segist ekki vilja fara inn í Úkraínu til aðstoðar Úkraínumönnum. Óhætt er að segja að umræðan geysi í Bandaríkjunum og skiptist að töluverðu leyti í hefðbundnar línur demókrata og repúblikana.

Útvarp Saga birtir í lausri þýðingu grein Larry Johnson, sem segir skoðun sína á Úkraínudeilunni. Einnig má sjá myndband með viðtali við hann neðst á síðunni.

Lestu þetta áður en þú tekur afstöðu í Úkraínu-deilunni

Larry Johnson

Myndir þú vilja deyja fyrir Úkraðinu? Þessi einfalda og glögga spurning er grundvallaratriðið, þegar kemur að því að ákveða hvernig bregðast eigi við stríðsyfirlýsingu Pútíns varðandi Úkraínu. Allir þessir blaðurskellandi stjórnmálamenn og óttaþrungnu spekingar fylla lungum með nútímaútgáfunni af „Mundu eftir Maine.“ Þeir reyna í örvæntingu að smala bandarísku þjóðinni saman í nýtt hernaðarverkefni erlendis. Hernaðariðnaður okkar hefur engar áhyggjur af því, að fæða stríðshakkavélina með auðtrúa Bandaríkjamönnum. Hin venjulega nálgun er að drekka þjóðræknu fólki í þeirri trú, að það sé að verja frelsið, vernda lýðræðið eða eyðileggja harðstjórn.

Og þetta er gert án nokkurrar sjálfsvitundar eða kaldhæðni. Hundruð þúsunda ólöglegra innflytjenda flæða yfir suðurlandamærin okkar og hópur vafasamra karaktera, sem hrópa um heilög landamæri Úkraínu og Rússlandis, segja ekki eitt orð til að vernda landamærin okkar. Teldu bara upp alla öldungadeildarþingmenn og fulltrúa repúblikana, sem segja að við verðum að bregðast harðlega gegn Rússlandi en eru mállausir um okkar eigið landamæraöryggi.

Stjórnmálastéttin í Washington telur þig vera bjána

Stjórnmálastéttin í Washington – bæði demókratar og repúblikanar – telja þig vera bjána. Fyrir utan að hunsa þá ógn, sem stafar af ólöglegum innflutningi og meðfylgjandi flóð banvænna fíkniefna, þá líður stjórnmálastéttin vítisvegferð stórborga okkar, sem þjást af ofbeldisglæpum. Nei, – þeir vilja að þú berjist við Rússa.

Stjórnmálastéttinni er haldið uppi af strengjabrúðuspekingum fjölmiðla, sem öskra að við verðum að vernda frelsið og lýðræðið í Úkraínu undan harðstjórn Rússa. Þessir andlegu krypplingar segja ekkert um hundruði stjórnmálafanga í Bandaríkjunum, sem rotna í fangelsum fyrir meintan „uppreisnarglæp.“ Þeir báru engin vopn og drápu engan. Þeir einu, sem létust þann dag, voru myrtir af lögreglunni á Capitol Hill. Smakkaðu þessa staðreynd – hið svo kallaða lýðræðislega lýðveldi okkar er með fleiri pólitíska fanga í Bandaríkjunum en Vladimir Pútín í Rússlandi.

Við þurfum að huga að staðreyndum

Vladimir Putin

Við þurfum að fara að huga að staðreyndum. Staðreynd númer eitt – Vladimir Pútín er alvara með að vernda Rússland fyrir ágangi NATO á vesturlandamærum landsins. Hér er brot af ræðu Pútíns í gærkvöldi þar sem hann tilkynnti ákvörðun sína um að senda rússneska herinn inn í Úkraínu:

Ríkisborgarar Rússlands, vinir,

Ég tel nauðsynlegt í dag að tala aftur um hörmulega atburði í Donbass og helstu þætti þess að tryggja öryggi Rússlands.

Ég mun byrja á því sem ég sagði í ávarpi mínu 21. febrúar 2022. Ég talaði um stærstu áhyggjur okkar og vanda varðandi þær grundvallarógnir, sem óábyrgir vestrænir stjórnmálamenn valda Rússum í sífellu á dónalegan og óformlegan hátt. Ég er að vísa til stækkunar NATO til austurs, sem færir hernaðarmannvirki sín sífellt nær rússnesku landamærunum.

Það er staðreynd að á undanförnum 30 árum höfum við þolinmóð reynt að ná samkomulagi við fremstu NATO-ríkin um meginreglur fyrir jöfnu óskiptu öryggi í Evrópu. Þau svör, sem við fengum við tillögum okkar, settu okkur undantekningarlaust andspænis stöðugum blekkingum og lygum eða þrýstingi og fjárkúgunartilraunum, á meðan Atlantshafsbandalagið hélt áfram að stækka, þrátt fyrir mótmæli okkar og áhyggjur. Hervél bandalagsins er á hreyfingu og eins og ég sagði – nálgast landamærin okkar.

Hvers vegna er þetta að gerast? Hvaðan kemur þessi ósvífni að tala svona niður frá undantekningarlausum hátindi óskeikulleika og leyfisleysis? Hver er skýringin á þessu virðingarleysi og fyrirlitlegu afstöðu til hagsmuna okkar og algjörlega réttmætu krafna? …”

Svona sjá Rússar okkur

Ef vestrænir stjórnmálamenn, spekingar og sérfræðingar halda áfram með barnslegt tuð sitt, um að Pútín ætli sér að sigra heiminn og að þetta sé fyrsta skrefið (t.d. eins og þegar Hitler fór inn í Sudentenland), þá eru þeir að gera afdrifarík mistök. Vladimír Pútín nýtur öflugs stuðnings rússnesku þjóðarinnar í landvörnum. Hér kemur það, sem Rússar sjá hjá okkur:

  • Við svikum loforð okkar um að stækka NATO ekki til austurs. Núna eru NATO-ríki á landamærum Rússlands.
  • Við væðum úkraínska herinn með árásarvopnum.
  • CIA þjálfar Úkraínumenn í hertækni, sem taldir eru hafa tengsl við AZOV herfylki nýnasista.
  • Bandaríkin hafa tvisvar sinnum ráðist inn í Írak, Afganistan, Panama, Grenada, Líbýu, Sýrland, Sómalíu og Balkanskaga, allt í nafni þess að verja frelsið eða einhverja aðra hagsmuni, sem talin voru dauðans ógn.
  • Bandaríkin hafa ítrekað neitað að útiloka að Úkraína gerist aðili að NATO.

Þetta er rauða línan fyrir Pútín og ákvörðunin um að senda hermenn til Úkraínu fylgdi handriti hins löglega kabuki leikhúss – hann fékk formlega beiðni frá fulltrúum Donetsk og Luhansk og hann tryggði sér síðan samþykki rússneska löggjafans.

Þetta er ekki fyrsta skrefið til landvinninga heldur síðasta úrræðið

Pat Lang, sem kominn er á eftirlaun (fyrrum yfirmaður Miðausturlandadeildar DIA), skrifaði grein og baðst afsökunar á því að hafa gert „ranga“ greiningu á því, hvað Rússar myndu gera. En ég held að hann hafi haft rétt fyrir sér. Pat lagði alltaf áherslu á að Pútín myndi ekki bregðast kæruleysislega við og stefna að skýrt skilgreindum hernaðarlegum markmiðum. Það er það, sem Rússar eru að gera núna. Þeir eru að tortíma úkraínska hernum og fjarlægja erlenda hernaðarráðgjafa frá Úkraínu. Þetta er ekki fyrsta skrefið til landvinninga í Evrópu. Þetta var síðasta úrræðið, vegna þess að Vesturlönd stóðu fast við að breyta Rússlandi í viðráðanlegt illmenni og hunsuðu lögmætar áhyggjur Rússa af því, að Úkraínu yrði breytt í vestræna herstöð.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila