„Nató-aðild Finnlands mun þvinga fram svar“

Utanríkisráðherra Rússlands, Segej Lavrov ásamt öðrum yfirvöldum í Rússlandi er ekki skemmt við aðildarumsókn Finnlands að Nató. Um 1. 300 km. löng landamæri skilja á milli Rússlands og Finnlands.

Nató-aðild Finnlands þvingar Rússland til að endurskoða áætlanir sínar – bæði hernaðarlegar og aðrar

Ákvörðun stjórnmálaleiðtoga Finnlands um að ganga í NATO er mætt með eftirsjá af hálfu Rússa. Yfirvöld Rússlands ítreka, að umsókn Finnlands til hernaðarbandalags NATO undir yfirráðum Bandaríkjanna, muni neyða Rússland til að grípa til bæði „hernaðarlegra sem og annarra“ ráðstafana.

Pólitísk forysta Finnlands hefur tilkynnt, að formleg umsókn um aðild að NATO verði lögð fram á sunnudag og að því loknu verði hún send þinginu til samþykktar. Nú er gert ráð fyrir að hægt verði að leggja inn umsóknina strax á mánudag. Rússar hafa um langt skeið lagt áherslu á að þeir taki það mjög alvarlega, að NATO-bandalagið nái einnig til nágrannalandsins Finnlands, sem hefur 1300 km landamæri að Rússlandi.

Rússneska utanríkisráðuneytið segir í yfirlýsingu:

„Aðild Finnlands að NATO mun valda alvarlegum skaða á tvíhliða samskiptum Rússlands og Finnlands, sem og stöðugleika og öryggi Norður-Evrópu sem svæðis. Rússar munu neyðast til að grípa til gagnaðgerða – bæði hernaðarlegra og annarra – til að stöðva ógnir við eigið þjóðaröryggi, sem núna birtast í þessum skilaboðum.“

„Hvorki loforð Rússa um að það séu yfirleitt til nokkrar fjandsamlegar fyrirætlanir í garð Finnlands né löng saga góðra nágrannasamskipta og gagnkvæmrar samvinnu milli landa okkar, hefur tekist að sannfæra Helsinki um kosti þess að viðhalda frelsi utan hernaðarbandalaga.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila