NATÓ hervæðist – eykur viðbragðsherinn frá 40 þúsund í 300 þúsund hermenn

Viðbragðsher Nató er í dag um 40 þúsund hermenn sem Nató-ríkin skiftast á um að hafa í viðbragðsstöðu við krísu og sameiginlegar varnir. Innan þessa viðbragðshers er sérstök skyndiaðgerðasveit sem hægt er að virkja á 2-3 dögum en mun lengri tíma tekur að virkja og staðsetja herinn, þar sem þörf krefur.

Auka viðbragðsherinn í 300 þúsund hermenn og koma fyrir farartækjum og vopnum við landamæri Rússlands

Eystrasaltsríkin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen, telja að viðbragðsher Nató sé alls ekki nægjanlega stór til að verja ríkin fyrir hugsanlegri árás Rússlands. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir nú að hermönnum verði fjölgað í núverandi herdeildum frá eitt þúsund hermönnum upp í 3-5 þúsund hermenn. Það þýðir að NATO mun hafa um 300.000 hermenn við landamærin að Rússlandi, sem hægt er að senda á vettvang með stuttum fyrirvara ef til allsherjarstríðs kemur.

Nýju hersveitirnar munu fyrirfram bera ábyrgð á þátttöku í vörnum tiltekinna NATO-ríkja. Þeir munu einnig æfa saman með hermönnum landsins, sem þeir eru tilnefndir til að aðstoða. En þeir verða að miklu leyti staðsettir í heimalöndum sínum.

Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, hvatti til varanlegra herstöðva NATO í Eystrasaltslöndunum í vor. Hermenn í núverandi herdeildum er skipt út á sex mánaða fresti.

En í stað varanlegra stöðva verður hergögnum eins og farartækjum og vopnum komið fyrir í löndunum við austurlandamæri NATO. Það mun auðvelda hersveitum NATO að fara fljótt á vettvang, ef til átaka kemur við Rússland.

Hér að neðan má sjá áróðursmyndband Nató og bráðlega bætast finnski og sænski herinn við skv. áætlun Nató.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila