Nató mótmælt í Stokkhólmi: „Bandaríkin sækjast eftir orkuauðlindum Rússlands“

Á borðum Nató-mótmælenda í Stokkhólmi má lesa texta: „Vilt þú senda börnin þín í stríð fyrir Nató?“ – „Nei við Nató – Nei við kjarnorkuvopnum í Svíþjóð.“ (Mynd sksk Swebbtv).

Nató-mótmælendur segja Bandaríkin vilja stykkja Rússlandi í þrjá nýlenduhluta og taka yfir auðlindir landsins

Mótmæli gegn NATO voru í Stokkhólmi síðastliðinn laugardag og hrópaði fólkið „Nei við NATO.“ Miklar umræður eru í Svíþjóð um hvort Svíar eiga að ganga með í Nató. Mikil eining er meðal stærstu stjórnmálaflokkanna um að sækja um Nato-aðild og þegar leiðtogafundur vegna kosninganna síðar í ár var í sjónvarpinu s.l. sunndagskvöld, þá héldu hvorki sósíaldemókratar né móderatar vatni í hrósi til hvers annars fyrir að vilja ganga með í Nato. Sænskar jafnaðarkonur ganga gegn straumnum og vilja ekki ganga með. Ekki heldur Vinstriflokkurinn eða Umhverfisflokkurinn Hér að neðan er frásögn Jesper Johansson hjá Swebbtv, sem var viðstaddur mótmælin.

Laugardag var efnt til mótmæla gegn aðild Svíþjóðar að NATO á Norra Bantorginu í Stokkhólmi. Hundruðir mótmælenda söfnuðust saman á torginu.

Einn ræðumanna hélt því fram að NATO væri ekki friðarbandalag, heldur stríðsbandalag:

„Bandaríkin og NATO vilja komast yfir náttúruauðlindir Rússlands. Þeir vilja ná langri strönd Rússlands í átt að norðurskautinu og þeir fara ekkert leynt með áform sín. Þeir segja opinskátt að skipta eigi Rússlandi upp í þrjá hluta. Markmiðið er að breyta Rússlandi með öllum náttúruauðlindum sínum í nýlendu.“

Danmörk og Noregur hafa breytt varnarmálastefnunni eftir seinni heimsstyrjöldina

Annar ræðumaður var Eva Myrdal (hlusta má á ávarp hennar á sænsku HÉR).

„Á þessu ári rufu Danir grundvallarstefnu sína frá 1952 og skrifuðu undir rammasamning við Bandaríkin um staðsetningu bandarískra hermanna á danskri grundu. Á síðasta ári brutu Norðmenn herstöðvarstefnu sína frá 1949, þegar ríkisstjórnin samþykkti samning, sem veitir Bandaríkjamönnum nánast fullkomið forræði yfir þremur flugherstöðvum og einni flotastöð.“

Falskt að halda að Nató geti veitt öryggi

Swebbtv ræddi við m.a. við einn mótmælanda, Alva, sem telur að öryggið, sem sagt er að NATO veiti við aðild, sé falskt:

„Við verðum að líta til framtíðarinnar. Sjá 10, 20, 50 ár fram í tímann, en ekki bara sex mánuði. Eða fram að næstu kosningum í Bandaríkjunum, þegar þeir kjósa kannski annan gamlan mann jafn vitlausan þeim, sem þau kusu áður og hann ákveður að heyja stríð og við drögumst inn í það. Hvers vegna ættum við að leggja slíkt öryggisleysi á börnin okkar og ungmenni? Eigum við að þykjast vera öruggari núna, þegar stríð brýst út nálægt okkur? Það er skammtímalausn á langtímavanda.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila