NATO safnar liði yfir 40 þúsund hermanna nærri landamærum Rússlands

Árleg NATO æfing Defender Europe 21 safnar miklu liði og hergögnum frá nær 30 ríkjum. Að þessu sinni fara miklar æfingarnar fram í grennd við átakasvæði Úkraínu.

Samkvæmt rússnesku fréttastofunni TASS eru Bandaríkin að flytja hermenn frá meginlandi Norður-Ameríku yfir Atlantshaf til Evrópu, að sögn varnarmálaráðherra Rússlands, Sergei Shoigu hershöfðingja.

SEVEROMORSK / Murmansk svæði / 13. apríl / TASS /:

NATO er að draga saman lið 40.000 hermanna og 15.000 stríðstækja og herbúnaðs nálægt landamærum Rússlands aðallega við Svartahaf og á Eystrasaltssvæðinu að sögn Sergei Shoigu hershöfðingja á þriðjudag.

„Á heildina litið er verið að safna saman 40.000 hermanna liði með 15.000 stríðstækjum og vopnabúnaði, þar með taldar herstjórnarflugvélar nálægt landamærum Rússlands.“

Bandarísku hermennirnir eru fluttir frá meginlandi Norður-Ameríku til Evrópu um Atlantshafið að sögn Shoigu.

„Hermennirnir í Evrópu eru á ferð í átt að landamærum Rússlands. Grunnsveitum er safnað saman á Svartahafssvæðinu og á Eystrasaltssvæðinu.“

„Verið er að styrkja bandarískar hersveitir í Póllandi og Eystrasaltsríkjunum og verkefninu ´four thirties´ hefur verið hrint í framkvæmd og kraftur flugathugana tvöfaldast og kannanir með skipum flotans hafa aukist 50% miðað við í fyrra.“

„NATO heldur árlega allt að 40 stórar heræfingar í hlutdrægri andstöðu við Rússland í Evrópu. Í vor þessa árs hóf bandalagsher Atlantshafsbandalagsins heræfinguna Verjandi Evrópu 2021, sem er stærst allra æfinga síðastliðin 30 ár.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila