Andstaða Vinstri grænna við framkvæmdir NATO á Suðurnesjum í andstöðu við þjóðaröryggisstefnu landsins – Sjálfstæðisflokkurinn þegir um málið af ótta við að styggja VG

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar

Andstaða Vinstri grænna við að heimila NATO að koma af stað framkvæmdum við uppsetningu mannvirkja á vegum varnarbandalagsins er í beinni andstöðu við þjóðaröryggisstefnu landsins. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns Viðreisnar í síðdegisútvarpinu í dag en hún var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Þorgerður segir að stjórnvöld leiki tveimur skjöldum í afstöðu flokksins til NATO gagnvart þinginu því afstaða VG sé einnig á skjön við það sem flokkurinn hafi sagt á þingi um varnarsamstarfið

menn geta verið þeirrar skoðunar að breyta eigi þessu varnarsamstarfi, þá er alveg hægt að ræða það en þá verða menn bara að segja eins og er og koma hreint fram“,segir Þorgerður.

Þá segir hún að þögn Sjálfstæðismanna í málinu vera fremur einfalt að skýra með því að þeir þori hreinlega ekki að gagnrýna afstöðu Vinstri grænna í málinu að ótta við að styggja forustu flokksins og þar með rugga ríkisstjórnarfleyinu.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila