Nauðsynlegt að auka við fé og mannafla til löggæslu til þess að sporna við fíkniefnainnflutningi

Geir Jón Þórisson fyrrverandi yfirlögregluþjónn

Það mikilvægasta sem hægt er að gera til þess að berjast gegn innflutningi fíkniefna er að setja meira fé í málaflokkinn og bæta við mannafla. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Geirs Jóns Þórissonar fyrrverandi yfirlögregluþjóns í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Hauks Haukssonar.

Geir segir að frá því hann hætti störfum hjá lögreglunni hafi fíkniefnamálum og málum sem tengist erlendri glæpastarfsemi fjölgað jafnt og þétt og virðist ekkert lát á. Meiri harka hafi færst í undirheimana eins og dæmin hafi sannað. Sérstaklega hafi sigið á ógæfuhliðina eftir bankahrunið 2008.

Hann telur að til þess að taka á fíkniefnainnflutningi til langs tíma þá dugi forvarnir og fræðsla best því ef engin sé eftirspurnin þá sé auðvitað markaðurinn enginn.

þar reynist fræðsla og forvarnir best og eiga að vera númer eitt, tvö og þrjú, það á að byrja fræðsluna strax í grunnskólum og haga henni þannig að fíkniefnaneysla verður afar óspennandi kostur fyrir einstaklinga og að það verði ekki til eftirspurn eftir fíkniefnum, þess vegna tel ég að fræðsla og forvarnir séu algjört lykilatriði“ ,segir Geir Jón.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila