Nauðsynlegt að taka á Creditinfo sem hefur ráðskast með framtíð einstaklinga

Inga Sæland formaður Flokks fólksins.

Það er mikil nauðsyn að tekið sé á því að Creditinfo hafi hér einkaleyfi á því að safna persónuupplýsingum um fólk og miðli þeim til þriðja aðila í hagnaðarskyni. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ingu Sæland formanns Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu í vikunni en hún var þar gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Hún segir ákveðið skotleyfi vera gefið á þá einstaklinga sem séu í vanskilum, t,d með því að þeir séu skráðir á vanskilalista Creditinfo, þar sé upplýsingum safnað um þessa einstaklinga og allar dyr eru þeim lokaðar á meðan þeir eru á listanum og geta enga björg sér veitt, Creditinfo selji persónuupplýsingar til þriðja aðilar og segir Inga að hún hafði varlað trúað eigin augum þegar hún komst að því hvers kyns var, og því hafi Flokkur fólksins ákveðið að leggja fram frumvarp sem ætlað er að taka á þessu tangarhaldi sem Creditinfo hefur á lífi fólks og afnema einkarétt þeirra á að safna persónulegum upplýsingum um skuldara.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila