Nauðsynlegt að taka á sérhagsmunaöflunum

Ásthildur Lóa Þórsdóttir

Til þess að hægt sé að taka á sérhagsmunaöflunum í samfélaginu þarf fyrst að vilja horfast í augu við þau og viðurkenna að þau séu til staðar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Áshildar Lóu Þórsdóttur oddvita Flokks fólksins í Suðurkjördæmi í þættinum Einvígið en þar mættust Ásthildur og Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður og frambjóðandi í 2.sæti Vinstri grænna í Reykjavík Norður.

Ásthildur sem einnig er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir að enn sé þess krafist að gerð verði rannsóknarskýrsla heimilanna þar sem farið verði ofan í það þegar mikill fjöldi fólks missti eignir sínar í hruninu.

Hún segir þó að það liggi nokkuð ljóst fyrir hvað hafi gerst. Kerfið á íslandi hafi ákveðið að fórna heimilum fólks til þess að verja fjármálakerfið sem þó hafi fyrir það fyrsta borið ábyrgð á þeirri stöðu sem kom upp, þetta sé eitt af þeim dæmum hvernig sérhagsmunaöflum sé hyglt í samfélaginu.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila