Nefskatturinn til RÚV er tímaskekkja

Það er mjög mikilvægt að menn geri sér grein fyrir því að einkareknir fjölmiðlar hér á landi starfa í almannaþágu og því þarf að skilgreina þá þannig, líkt og gert er víða erlendis. Af þeim og fleiri ástæðum ætti nefskattur að vera fyrir alla fjölmiðla en ekki eingöngu RUV líkt og nú er. Þetta var meðal þess sem fram kom í Símatímanum í morgun en þar ræddu Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri og Pétur Gunnlaugsson um stöðu einkarekina fjölmiðla og þá ójöfnu samkeppnisstöðu sem þeir búa við, bæði gagnvart RUV og erlendum efnisveitum, sem ekki greiði hér skatta og séu í raun landamæralausar.

Í þættinum var meðal annars rakið hvernig hlutverk RUV hefur breyst í gegnum tíðina, en hefur þrátt fyrir það fengið að halda sinni forréttindastöðu á þeim forsendum að það gegni öryggishlutverki í landinu, sem séu rök sem halda vart lengur.

Bent var á í þættinum að RÚV hafi gert þjónustusamninga við Sýn hvað varðar dreifingu á efni og þá hefur Neyðarlínan komið upp möstrum og búnaði um allt land til þess að þjóna því öryggishlutverki og neyðarþjónustu sem RÚV sinnti áður.

Þar með sé hlutverk RÚV ekkert öðruvísi en það hlutverk sem einkareknir fjölmiðlar eru að gera, þ,e að sinna almannaþjónustu, ekki sé til dæmis mikill efnismunur á fréttaefni RÚV og Stöð 2.

Þá kom fram að sé horft til þeirra breytinga sem orðið hafa á hlutverki RÚV og þeirri þjónustu sem einkareknir fjölmiðlar veiti, opnist sá gluggi að einkareknir miðlar fái hluta af nefskattinum og að skattgreiðendur fái að velja til hvaða fjölmiðla nefskattur sem þeir greiða renni.

Þá var bent á að með innleiðingu EES samningsins, sem hefur forgangsrétt í íslenskum rétti, kjósi menn oft að stinga undir stól þeim ákvæðum sem tiltaka skyldur Íslands, að fara eftir samkeppnisreglum EES-samningsins.   Jafnræðisreglu íslensku stjórnarskrárinnar hafi ekki verið gætt sem skyldi, þegar kemur að samkepnnisstöðu fjölmiðla.

Fram kom, að ef horft sé yfir fjölbreytilega fjölmiðlaflóru í landinu þá sé RÚV ekki sýnilega í þeirri  sérstöðu eins og áður var.  Afnema ætti ohf félagaformið og setja starfsemina í hlutafélag aftur með dótturfélög eins og ESA hefur bent á í áraraðir. 

Nefskattur til RUV er tímaskekkja og á ekkert skylt við jafræðisreglu og samkeppnisumhverfi nútímans. Skattgreiðendur sjálfir eiga þann rétt að fá að velja þann fjölmiðil sem þeim best líkar hverju sinni. Að auki fæli það fyrirkomulag í sér sparnað fyrir ríkissjóð.

Hér að neðan má hlusta á umfjöllunina

Á dögunum sendi Útvarp Saga frá sér umsögn við fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur mennta og menningarmálaráðherra en í umsögninni er nánar farið yfir þau sjónarmið sem Útvarp Saga leggur fram í málinu. Umsögnina má sjá hér að neðan.

Lög um fjölmiðla, nr. 38/2011 ( stuðningur við einkarekna fjölmiðla.

Þingskjal 459 – 367.mál

Umsögn frá Saganet-Útvarp Saga ehf. (Útvarp Saga)

  1. Útvarp Saga ítrekar ánægju sína með þann vilja, vísinda,mennta og –menningarmálaráðherra að taka á erfiðum fjárhagsvanda einkarekinna fjölmiðla. Útvarp Saga visa til fyrri umsagnar félagsins dags. 10.janúar 2020, um sama efni, til allsherjar-og menntamálanefndar mál nr. 458. ( Umsögn Útvarps Sögu)
  2. Útvarp Saga gerir athugasemd við 62. gr. g. Skilyrði fyrir rekstrarstuðningi.

Í tölulið 3 er gert ráð fyrir að” þrír starfsmenn í fullu starfi “ skuli starfa hjá umsóknaraðila. Þegar um fjölmiðlaveitu er að ræða, þurfa aðilar ekki að vera í fullu starfi heldur geta átt möguleika á að starfa í hlutastarfi, t.d. þáttastjórnun í útvarpi,sjónvarpi og pislaskrifum fyrir dagblöð og tímarit. Telur Útvarp Saga að það þurfi að taka tillit til þessa atriðis við ákvörðun styrkveitinga.

  1. Þar sem markmið styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla er að koma til móts við alla þá fjölmiðla sem miðla fréttum og fréttatengdu efni og gera þeim betur kleift að sinna hlutverki sínu í nútímalýðræðissamfélagi, þá telur Útvarp Saga að það hefði verið eðlilegt að ákveðin fjárhæð yrði veitt sem rekstrargrunnur til allra þeirra fjölmiðla sem teljast styrkhæfir, án tillits til fjölda starfsmanna.
  2. Í frumvarpinu er því haldið fram að ekki sé ástæða til sérstakrar skoðunar til samræmis við stjórnarskrá. Útvarp Saga vekur athygli á jafnræðisreglu stjórnarskráinnnar .
  3. Í frumvarpinu er þess getið að tillögurnar feli í sér ríkisaðstoð í skilningi 61. gr. samningsins um EES. Vísað er til þess mikilvæga hlutverks sem fjölmiðlar gegna í nútímasamfélagi. Jafnframt er talað um “hlutverk fjölmiðla í almannaþjónustu” ( 3.3.Norðurlönd)
  4. Útvarp Saga telur í ljósi þessa mikilvæga hlutverks sem fjölmiðlar gegna í samfélaginu að það væri eðlilegt að fjölmiðlar yrðu undanþegnir greiðslu virðisaukaskatts vegna sölu á vöru og þjónustu, á sama hátt og erlendar efnisveitur sem hafa náð til sín stórum hluta af auglýsingatekjum á íslenskum markaði ( á sama markaðssvæði, EES) Helsta skilyrði fyrir undanþágu félags, á greiðslu virðisaukaskatts er mikilvægi starfseminnar í almannaþágu.
  5. Það hefði verið brýnt að stjórnvöld færi rök fyrir þeim heimildum í lögum til þess að láta þetta fyrirkomulag viðgangast. Ríkisstyrkur getur ekki komið í staðinn fyrir hugsanlegt brot á jafnræðisreglu, skattalögum og samkeppnishindrunum.
  6. Þá bendir Útvarp Saga á nauðsyn þess að heildarendurskoðun fari fram á öllum fjölmiðlum og þar með talið RÚV til þess að finna varanlega lausn á stöðu fjölmiðla á Íslandi.

4. febrúar 2021

f.h. Saganet-Útvarp Sögu ehf,

Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri

Athugasemdir

athugasemdir

Deila