Fréttir innanríkisráðherra Svíþjóðar reyndust falskar: ”Rússnesk netárás” var innlegg venjulegrar ömmu í Stokkhólmi

Anders Ygeman innanríkisráðherra Svía taldi rússneska leynþjónustuna vera með netárásir í Svíþjóð

Sænska sjónvarpið kannaði fullyrðingar innaríkisráðherra Svíþjóðar Anders Ygeman um að Rússland stæði fyrir stöðugum netárásum á Svíþjóð til að skapa óöryggi innanlands og hefta útbreiðslu 5G  þráðlausrar tengingu í Svíþjóð.

Eftir að flest allir fjölmiðlar í Svíþjóð höfðu breitt út falsfréttir ráðherrans um rússneskar netárásir í stórum stíl ákvað sjónvarpið að kanna hverjir væru á bak við netárásirnar á Svíþjóð. Kom þá fljótt í ljós að amma nokkur, 64 ára gömul, sem hafði áhyggjur að geislar frá 5G væru hættulegir, hafði stofnað hópinn ”WIFI GEISLAR HEILSUHÆTTA STOPPUM 5G” á facebook og hvatti hún meðlimi hópsins til að senda mótmælabréf og skrifa athugasemdir á facebook síðu innanríkisráðherrans.

Hópurinn telur um 15 þúsund manns og var fólk duglegt að senda innaríkisráðherranum bréf sem hann útskýrði á sinni facebook síðu og í fjölmiðlum að væri netárásir undir stjórn Rússlands.


Katarina Hollbrink stofnandi mótmælendahópsins segir í viðtali við sænska sjónvarpið að hún sé hvorki buggur né rússneskt nettröll:

 ”Svona hluti á nú að athuga gaumgæfilega áður en maður fer út og ásakar venjulega sænska meðborgara um að vera rússnesk nettröll.”


Fylgir sögunni að rússneska sendiráðið í Stokkhólmi sendi ráðherranum eftirfarandi kveðju á facebook:  

”Það er sérstök ánægja að Anders Ygeman skuli tengja vaxandi áhuga á færslum sínum um 5G við okkar land. Með tilliti til umfangsmikilla viðbragða við síðasta inleggi ráðherrans virðist engu líkar en að nær allir Rússar sem ráða við sænskuna hafa skrifað athugasemdir! Við verðum að viðurkenna að við höfðum engan hugmynd um þessar miklu vinsældir Anders Ygemans í Rússlandi. Við lofum því að gerast áskrifandi að facebook síðu hans og fylgjast vel með honum á félagsmiðlum.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila