Varað við margvíslegum netglæpum í nýrri skýrslu Europol

Það sem virðist við fyrstu sín á internetinu mjög saklaust getur leitt þá sem ekki hafa varann á sér í gildru sem erfitt getur reynst að losa sig úr. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem farið er yfir niðurstöður nýútkominnar skýrslu Europol (IOCTA – Internet Organised Crime Threat Assessment) .

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að netglæpum sé oftar en ekki beint sérstaklega að fólki sem ekki sé með mikla tölvukunnáttu og þar þurfi að koma til fræðsla, forvarnir og vitundarvakning. Þá kemur fram að til þess að sporna við slíkum glæpum þurfi hið opinbera og einkaaðilar að taka höndum saman

Það er þegar til staðar en þarf að aukast, en á undanförnum mánuðum hefur, með samvinnu þessara aðila, tekist að endurheimta færslur sem voru farnar af stað. Í IOCTA-skýrslunni er einmitt talið að samvinna fyrrnefndra aðila sé áhrifaríkast til að koma í veg fyrir BEC svik.”,segir í tilkynningunni.

Þá segir að birtingarmyndir netglæpa séu mjög margvíslegar og að lögreglan standi frammi fyrir mörgum áskorunum þegar kemur að netglæpum, sem meðal annars snúa að dreifingu barnaníðsefni sem hefur farið mjög vaxandi samhliða aukinni símanotkun barna.

Europol varar einnig sérstaklega við svokölluðum vefveiðum þar sem óprúttnir aðilar reyna að komast yfir persónuupplýsingar sem síðan eru notaðar í misjöfnum tilgangi.

Lesa má skýrslu Europol með því að smella hér.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila