Neyðarstigi lýst yfir vegna Kórónaveirunnar

Almannavarnir hafa lýst yfir neyðarstigi eftir að í ljós kom að tveir einstaklingar sem greindir hafa verið með kórónaveiruna hafi smitast innanlands. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var fyrir stundu.

Fram kom á fundinum að þegar lýst er yfir neyðarstigi hefur það fyrst um sinn lítil áhrif á almenning og snýr fyrst og fremst að auknu og bættara skipulagi opinberra aðila til þess að vera betur í stakk búnir til þess að takast á við atburði sem ógnað geta heilsu og lífi almennings.

Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um að setja á samkomubann en á fundinum kom fram að reynt yrði að forðast það í lengstu lög og það yrði ekki gert nema í ítrustu neyð, eins og það var orðað.

Rétt er að benda almenningi á vef Almannavarna þar sem hægt er að nálgast allar mikilvægar upplýsingar um Kórónaveiruna og varnir gegn henni en komast má á vefinn með því að smella hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila