Neyslurými auka á vandann en leysa hann ekki – Það á að aðstoða fíkniefnaneytendur með raunverulegri aðstoð

Baldur Borgþórsson borgarfulltrúi Miðflokksins

Lögleiðing neyslurýma fyrir fíkla er sett fram sem lausn á fíknivandanum eingöngu af því hún er ódýr leið til að losna við fíklana af götunum en er ekki raunveruleg aðstoð við fíkla. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Baldurs Borgþórssonar borgarfulltrúa Miðflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Baldur segir sprautufíkla þurfa raunverulega hjálp en ekki stað til þess að halda áfram að sprauta stórhættulegum fíkniefnum í æðar sínar, það hljóta flestir að skilja það að það er ekkert að hjálpa neinum, nema þá til þess að verða veikari

og svo vilja menn setja 50 milljónir í þessi neyslurými, ég ætla að leyfa mér að fullyrða það að þarna er valin ódýrasta leiðin til þess að taka á vandamáli sem er miklu stærra en svo að það kosti 50 milljónir til þess að leysa það, alvöru lausnir myndu sennilega vera nær 500 milljónum„segir Baldur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila