Pakkaferðafrumvarp ríkisstjórnarinnar fast í nefnd

Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna

Svo virðist sem pakkaferðafrumvarpið sem ríkisstjórnin lagði fram sé fast í nefnd og ekkert bólar enn á úrbótum fyrir þá sem keypt höfðu slíkar ferðir þegar kórónuveirufaraldurinn skall á með tilheyrandi lokunum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Breka Karlssonar formanns Neytendasamtakanna í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Breki segir að það sé bagalegt fyrir neytendur að málið sitji fast þar sem sumir ferðaþjónustuaðilar neiti að endurgreiða ferðir og beri því við að þeir séu að bíða eftir að frumvarpið verði að lögum

nefndin hefur ekki fjallað um málið í nokkrar vikur en við teljum að íslenskir neytendur eigi þarna inni frá einum og hálfum milljarði upp undir tvo og hálfan milljarð„,segir Breki.

Aðspurður segir Breki að málið varði ekki íslenska neytendur því erlendir aðilar telja sig einnig eiga hagsmuna að gæta, bæði aðilar í Evrópu sem og víðar um heiminn

þeir leita líka til okkar, við höfum til dæmis bæði fengið fyrirspurnir frá Bandaríkjunum og Ástralíu svo eitthvað sé nefnt„.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila