Vilja taka á skráningum Creditinfo vegna smálánaskulda

Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna

Ótrúleg innheimtuharka smálánafyrirtækja, sem felst meðal annars í því að skrá vanskil lánþega fyrirtækjanna hjá Creditinfo er vandamál sem þarf að taka á.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Breka Karlssonar formanns Neytendasamtakanna í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Breki segir að þrátt fyrir allt hafi vanskilamál aldrei farið fyrir dóm af hálfu smálánafyrirtækjanna enda séu vextirnir af skuldunum kolólöglegir, því sé það ánægjulegt að fyrirtækin hafi breytt stefnu sinni hvað varðar vexti af lánum sínum

og við munum fylgja því fast eftir að þeir standi við það sem þeir hafi sagt, að þeir ætli eingöngu að innheimta samkvæmt löglegum vöxtum“,segir Breki.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér  að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila