Niðurgreiða ætti flugferðir milli landshluta líkt og gert er með ferðir til Eyja

Sveinn Aðalsteinsson hagfræðingur

Það ætti að greiða niður flugferðir fyrir þá sem vilja ferðast til og frá höfuðborginni líkt og gert er með samgöngur milli lands og Eyja, og hafa flugvöllinn áfram í Reykjavík. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sveins Aðalsteinssonar hagfræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar.

Sveinn segir að staðsetning Reykjavíkurflugvallar sé góð staðsetning og að þau rök að af honum stafi hávaðamengun muni ekki halda vatni í framtíðinni

hér eru flugvélar alltaf að verða fullkomnari og þær fara líka smækkandi, því verður nánast enginn hávaði af þessum flugvélum í framtíðinni, það væri því nær að létta á vegakerfinu með því að efla flugið með því að niðurgreiða það rétt eins og gert er varðandi samgöngur milli lands og eyja„,segir Sveinn.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila