Niðurstaða kosninga gæti orðið allt önnur ef kosið yrði upp á nýtt

Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar

Niðurstaða kosninga gæti orðið allt önnur en hún var í kosningunum á dögunum ef kosið yrði aftur því þá myndi fólk ekki endilega kjósa það sama og það gerði þá. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Helgu Völu Helgadótur þingmanns Samfylkingarinnar í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í síðdegisútvarpinu í dag ásamt Hauki Haukssyni fréttamanni í Rússlandi.

Helga Vala bendir á að það kæmi ekki sama punktstaða sem fékkst í kosningunum um daginn heldur færi fólk að kjósa taktískt. Hún segir að til dæmis muni kjósendur flokka sem fengu slaka útkomu í kosningunum líklega hugsa stöðuna upp á nýtt og því gætu niðurstaðan orðið gjörólík þeirri sem var.

Af þessu leiðir að staðan sem uppi er nú mjög flókin og ljóst að því verði ekki reddað með neinum hætti fyrir horn. Hún segir að það liggi beinast við að kjósa þurfi aftur:

en það er hins vegar mjög slæmt að kjósendur geti ekki gengið út frá því að þetta sé framkvæmt lögum samkvæmt og að það sé hægt að ógilda kosningu því þá fer maður að hugsa hvort að ef framkvæmdaaðilanum í kosningum líki ekki úrslitin geti einfaldlega sett upp svo svakalegt klúður að það sé hægt að ógilda kosningu” segir Helga.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila