Niðurstaða rannsóknar um stöðu fatlaðs fólks áfellisdómur yfir ríkisstjórninni

Inga Sæland formaður Flokks fólksins

Niðurstaða rannsóknar Vörðu, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins um stöðu fatlaðs fólks sem gerð var að beiðni Öryrkjabandalags Islands er mikill áfellisdómur yfir ríkisstjórninni og sýnir að ríkisstjórnin hefur alls ekki bætt úr bágri stöðu öryrkja á Íslandi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ingu Sæland formanns og þingmanns Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu í dag en ún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Í niðurstöðu rannsóknarinnar kemur meðal annars fram að átta af hverjum tíu öryrkjum eigi erfit með að ná endum saman milli mánaða en skýrsluna má lesa með því að smella hér.

Inga segir ríkisstjórnina einfaldlega bera ábyrgð á því hvernig staða öryrkja sé enda hafi hún haft nægan tíma til þess að koma stöðu þeirra sem eru á örorku í betra horf. Inga segist skynja að fólk sé orðið mjög þreytt að að vera í þessari stöðu og það sé farið að kjósa bara einhverja flokka því það hefur ekki trú á stjórnmálamönnum. Inga minnir í því sambandi á að öryrkjar hafi haft málsvara sína á þingi, sem séu þingmenn Flokks fólksins sem barist hafi með kjafti og klóm fyrir hagsmunum þeirra sem minna mega sín.

hugsið ykkur alla þá stórkostlegu hluti sem við getum gert ef við komumst í ríkisstjórn, þá myndum við sannarlega taka á þessum málum og virkilega bæta hag þeirra sem verst standa” segir Inga.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila