Nítján innanlandssmit á síðasta sólarhring – Sex voru í sóttkví

Nítján Covid smit greindust á síðasta sólarhring og virðist veiran því vera að sækja í sig veðrið. Af þeim sem greindir voru í gær voru sex manns í sóttkví.

Thor Aspelund prófessor í líftölufræði við Háskóla Íslands greindi frá því í fjölmiðlum í morgun að fjöldi þeirra sýna sem greinst hafa jákvæð undanfarna daga sé ekki í neinu samræmi við þá spá sem gerðar hafa verið útfrá reiknilíkani Háskólans, en 13 sýni reyndust jákvæð í fyrradag og því er heildartala þeirra sem greinst hafa undanfarna tvo daga því komin í 32 jákvæð sýni.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir greindi frá því í morgun að tekist hefði að rekja hluta sýnanna eða þriðjung þeirra 32 smita sem greinst hafa jákvæð en einstaklingar innan þess hóps sem tókst að rekja fóru á sama vínveitingastaðinn. Rétt er að minna á að allar mikilvægar upplýsingar vegna faraldursins má nálgast með þvi að smella hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila