Nöfn 121 ættbálkaleiðtoga í leynilegri skýrslu lögreglunnar í Svíþjóð – glæpahópar teygja anga sína inn í stjórnmálaflokka, stjórnir sveitarfélaga og inn á þing

Fyrrverandi þingmenn og núverandi þingmaður tengdir glæpahópum ættbálkanna 40 sem lögreglan í Svíþjóð skýrði frá. S = Sósíaldemókratar, M= Móderatar og KD = Kristdemókratar

Fjölmiðillinn Frjálsir Tímar „Fria Tider” í Svíþjóð hefur komist yfir leyniskýrslu innan sænsku lögreglunnar sem m.a. er að baki yfirlýsingum Mats Löfving aðstoðarlögreglustjóra Svíþjóðar um 40 ættbálka sem hafa hreiðrað um sig í Svíþjóð til að stunda glæpastörf í landinu. Birtir blaðið mynd og nöfn fjögurra þingmanna sem blaðið segir að séu nafngreindir í skýrslu lögreglunnar. Linda H Staaf yfirmaður Noa sagði í viðtali við sænska sjónvarpið að ættbálkarnir „sækjast eftir að byggja upp hliðarsamfélag með eigið réttarfarskerfi þar sem völdin og virðingin er í höndum fjölskyldunnar í staðinn fyrir hjá ríkinu sem er grafalvarlegt og ógnar öllu samfélagskerfinu.”

Leyniskýrslan er upp á 33 síður og hefur verið innan lögreglunnar síðan í janúar í ár og höfðu ýmsar síður hennar lekið út en núna er það í fyrsta skipti sem sænskur fjölmiðill greinir frá henni í heild.

Frá Miðausturlöndum

Lögreglan athugaði fjölda ættbálka og glæpanetverk þeirra í Svíþjóð flesta frá Miðausturlöndum en einnig frá öðrum löndum t.d. Sómalíu sem styður íslamísku hryðjuverkasveitina al-Shabaab. Skýrslan tekur samt einvörðungu fyrir hópana frá Miðausturlöndum að þessu sinni. Sagt er frá því að „ættbálkar eru algengir í Miðausturlöndum og lifi á því að stunda glæpaverk. Hótanir, ofbeldi, fjárkúgun, eiturlyfja- og vopnasala ásamt peningaþvætti eru gegnumgangandi störf glæpaneta ættbálkanna en einstakir hópar stunda jafnframt aðra glæpaiðju.”

Í skýrslunni eru um tuttugu borgir og staðir í Svíþjóð nefndir þar sem glæpahóparnir stunda fremst glæpaverk sín. Að auki eru 121 nafngreindir innfluttir glæpamenn sem er úrval glæpamanna í leiðandi stöðum innan ættbálkanna.

Glæpamenn ættbálka á þingi

Samkvæmt lögreglunni hafa glæpaættbálkarnir tvenn markmið: „efnhagslegan ávinning og staðbundin völd” En sumir láta sér það ekki nægja heldur senda meðlimi til að ná völdum í samfélaginu öllu t.d. í sveitastjórnum og á þingi. Sumum glæpahópum hefur tekist að lauma sínum að á þjóðþingi Svíþjóðar og sker ættbálkurinn í Södertälje sig frá öðrum í þeim efnum.

Skv. lögreglunni var Yilmaz Kerimo fyrsti ættbálkafulltrúinn sem komst á þing fyrir Sósíaldemókrata á árunum 1998-2017. Hann var fulltrúi glæpaættbálksins í Södertälje sem samanstendur mest af innflytjendum frá Tyrklandi. Síðar bættust þeir Massut Ataseven og Edip Noyan við, báðir þingmenn Móderata frá 2010-2014 og svo Robert Halef sem situr enn fyrir Kristdemókrata frá 2010. Expressen hefur áður sagt frá því að Halef væri grunaður um störf fyrir glæpaklíkuna í Södertälje. Segir lögreglan þennan ættbálk hafa náð verulegum áhrifum í sveitarstjórn og stofnunum ríkisins vegna getu til að skapa mikilvæg sambönd við embættismenn.

Mardellíarabar

Marfellíarabar koma upprunalega frá Tyrklandi og eru einnig virkir í ættbálkaglæpafélögum í Svíþjóð. Ali Khan fjölskyldan er virk í Gautaborg þar sem ríkir mikið ofbeldi. Gengur fjölskyldunni ekki eins vel að koma sér inn í opinberar stofnanir „vegna þess að meðlimirnir hafa ekki hlotið framhaldsskólamenntun” segir lögreglan. Í staðinn byggir ættbálkurinn völd sín á ofbeldi, hótunum og fjárkúgunum og þá oft gegn embættismönnum og opinberum stofnunum. Þegar mikið liggur við kallar ættbálkurinn á aðstoð annarra ættbálka í Þýskalandi og Hollandi sem koma þeim til aðstoðar við ofbeldisódæði í Svíþjóð.

Fjórðungur ættbálkanna, 10 talsins, koma frá Palestínu og aðrir ættbálkar koma með innfluttum frá Líbanon, Írak og Afghanistan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila