Nóg að gera á Hótel Grímsborgum þrátt fyrir Covid – Íslendingar vilja helst ferðast innanlands

Ólafur Laufdaleigandi Hótel Grímsborga

Það er engan bilbug að finna á Ólafi Laufdal sem á og rekur Hótel Grímsborgir og hefur gert í áraraðir við góðan orðstír. Ólafur var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur í síðdegisútvarpinu í dag en Ólafur sagði meðal annars í þættinum að nóg væri að gera hjá honum þrátt fyrir Covid og er útlit fyrir að næg verkefni verði framundan að minnsta kosti til áramóta.

Ólafur sem gjörþekkir ferðamannaiðnaðinn segir að Íslendingar sæki mjög lítið í að fara erlendis á tímum Covid og kjósi heldur að taka sem minnsta áhættu með því að ferðast innanlands, sér í lagi þeir sem eldri eru.

Ólafur segir litla sem enga breytingu hafa orðið hjá sér hvað aðsókn varðar og er nú farinn að huga að sínu landsfræga jólahlaðborði en á hverju ári hefur Ólafur staðið fyrir söngskemmtun samhliða jólahlaðborðinu og hafa lands og heimsþekktir listamenn verið meðal þeirra sem spilað hafa fyrir dansi í Hótel Grímsborgum. Fyrir áhugasama er rétt að benda á heimasíðu Hótel Grímsborga sem má skoða með því að smella hér en hlusta má á viðtalið hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila