Nord Stream 1 og 2 hættar að leka út gasi

Sænska sjónvarpið greinir frá því, að um hádegisbil sunnudag hafi Orkumálastjórn Danmerkur tilkynnt að Nord Stream 1 væri hætt að leka út gasi. Orkumálastjórnin tilkynnti í gær laugardag, að Nord Stream 2 væri hætt að leka út gasi, þannig að öllum gasleka virðist því lokið. Jafnvægi er náð í þrýstingi milli sjávar og gassins.

Expressen greinir frá því, að Mats Ljugqvist saksóknari í öryggismálum ríkisins hefur verið skipaður sem rannsóknarstjóri til að rannsaka sprengingarnar og reyna að fá fram hverjir voru að verki. Hann mun starfa með leyniþjónustinni Säpo að rannsókninni. Ljungqvist hefur áður sagt við Expressen, að hann trúi því að það gangi eftir að spora, hverjir frömdu skemmdarverkið. Hann segir að rannsókn málsins gangi út frá því sem gefnu, að um skemmdarverk er að ræða.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila