Norður-Kórea býður aðstoð 100 þúsund hermanna til að berjast í Úkraínu í skiptum fyrir hveiti og orku

Vladimír Pútín Rússlandsforseti er sagður hafa rætt við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, um hernaðaraðstoð í Úkraínustríðinu. Norður-Kórea hefur samþykkt að senda 100.000 hermenn til að aðstoða Rússa í stríðinu gegn Úkraínu, samkvæmt rússneska ríkissjónvarpinu að sögn New York Post.

Norður-Kórea með einn stærsta her í heimi miðað við fjölda hermanna

Samkvæmt New York Post tilkynnti Igor Korotchenko, aðalritstjóri rússneska varnarmálatíðinda á Rossiya 1:

„Það eru fregnir af því, að 100.000 sjálfboðaliðar frá Norður-Kóreu séu reiðubúnir að koma og taka þátt í átökunum. Ef Norður-Kórea lýsir yfir löngun til að uppfylla alþjóðlega skyldu sína og berjast gegn úkraínskum fasisma, þá ættum við að leyfa þeim það.“

Þegar þrýst var á Korotchenko, hvort einræðisríkið Norður-Kórea, þar sem krafist er algjörrar hlýðni við stjórnvöld, hafi einhverja raunverulega sjálfboðaliða, þá hrósaði Korotchenko íbúum Norður-Kóreu og sagði þá vera „seiga, krefjandi og hvetjandi“:

„Við ættum ekki að vera feimin við að þiggja höndina, sem Kim Jong-un réttir okkur. Ef norður-kóreanskir sjálfboðaliðar með mikla reynslu af hernaði og með stórskotaliðskerfi framleidd í Norður-Kóreu vilja taka þátt í átökunum, þá skulum við gefa sjálfboðaliðsvilja þeirra grænt ljós. Ef Norður-Kórea lýsir yfir löngun til að uppfylla alþjóðlega skyldu sína til að berjast gegn úkraínskum fasisma ættum við að leyfa þeim það.“

Kommúnískt Norður-Kórea er með einn stærsta her heims, hvað mannafla varðar: 1,8 milljónir fótgönguliða, 949 orrustuþotur, 6.000 skriðdreka og 83 kafbáta.

Byggingarverkamenn frá Norður-Kóreu til að endurbyggja innviði Donbas

Korotchenko gaf einnig til kynna, að Norður-Kórea muni senda „byggingaverkamenn“ til viðgerða og endurbyggingar vegna stríðsins:

„Kóreskir smiðir eru mjög hæfir, duglegir og reiðubúnir að vinna við erfiðustu aðstæður til að gera við eyðilagða innviði í Donbas-héraði í austurhluta Úkraínu.“

Donbas er að mestu leyti rússneskumælandi svæði og samanstendur af Luhansk og Donetsk héruðum, þar sem aðskilnaðarsinnar sem styðja Rússland náðu yfirráðum eftir að Kreml innlimaði Krímskaga árið 2014.

Í skiptum fyrir hermenn og byggingarverkamenn munu Rússar senda korn og orku til að draga úr matvælaskorti í Norður-Kóreu.

Sjá nánar hér, hér og hér

Deila