Mikilvægrar tilkynningar að vænta í Norður-Kóreu? Tvær myndir af fyrrum þjóðarleiðtogum og stytta fjarlægðar á torginu í Pyongyang

Búið er að taka niður stórar myndir af Kim Il-sung og Kim Jong-il fv. leiðtogum Norður-Kóreu, afa og föður Kim Jong-un, að sögn fréttamiðilsins NK News í Seoul s.l. föstudag. Roy Calley höfundur bókar um N-Kóreu sagði að einnig væri búið að fjarlægja styttu af Kim Jong-il og í viðtali við express.co.uk sagði Cally :

„Síðast þegar það gerðist var þegar verið var að gera upp torgið eftir andlát hins Mikla Leiðtoga. Sú staðreynd að búið er að fjarlægja myndirnar er mjög áhugavert. Kim Jong-un getur ekki fengið neinn status eða mynd af sér nema að hann sé dáinn. Ég giska á að þeir ætli að bæta við þriðju myndinni eða styttu en hver veit?”

Torginu með myndunum hefur ekki verið breytt síðan 2012, ári eftir að faðir Kim Jong-un lést og sonur hans tók við embætti. NK News segir að gervihnattarmyndir sýni að áhorfendapallar við hersýningar séu horfnar. Einnig er sagt að vesturhlið torgsins sé lokað fyrir umferð.
Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila