“Samstaðan sker úr um það hvernig okkur mun vegna”

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, og formaður Framsóknarflokksins.

Það skiptir máli fyrir okkur Íslendinga að eiga fótfestu í Norrænu samstarfi, því það hjálpar okkur sem þjóð að leysa úr áskorunum sem á vegi okkar verða. Þetta segir í Facebook pistli sem Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu og sveitarstjórnarráðherra birti í dag af tilefni Degi Norðurlandanna.

Í pistlinum greinir Sigurður frá því hvernig samstarf Norðurlandanna geti skipt miklu máli þegar aðstæður sem eru löndunum erfiðar koma upp

” Norðurlöndin eiga hvort annað að og munu halda áfram að tala saman til að greiða úr þeim áskorunum sem verða á vegi okkar þó svo að nálgun þeirra hafi verið mismunandi síðustu vikurnar. Í síðustu viku áttum við samstarfsráðherrar Norðurlanda þannig rafrænan fund þar sem við skiptumst á upplýsingum og hvöttum önnur ráðherrarráð og starfsnefndir til aukins samstarfs. Saman erum við sterkari – það á ekki síst við á svona tímum.”,segir í pistlinum.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila