Heimsmálin: Norskum stjórnvöldum vandi á höndum vegna ISIS mæðra

Mikill titringur er í Noregi vegna fyrirhugaðrar endurkomu móður til Noregs sem ferðaðist frá Noregi og barðist með ISIS. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar  í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag.

Gústaf segir að alls sex mæður sem svipað er ástatt um vilji einnig koma til baka en ekki eru allir á eitt sinn hvernig taka eigi á málunum. Að sögn Gústafs er málið hápólitískt og hafa margir bent á að ekki sé verjandi að hleypa ISIS liðum til baka á þeim forsendum að þeir eigi börn, enda ekki hægt að tryggja að hryðjuverkamenn séu að hagnýta sér börn í þeim tilgangi að komast inn í lönd.

Erna Solberg er á þeirri skoðun að hleypa eigi móðurinni inn í landið, en Gústaf greindi frá í þættinum að norska utanríkisráðuneytið hafi unnið að því á bak við tjöldin að koma henni inn í málin “ samstarfsflokkur Ernu Solberg er ekki sáttur við þetta og það liggja í raun stjórnarslit í loftinu ef það verður af þessu“,segir Gústaf.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila