Nornaveiðarnar á Julian Assange eru sögulegt hneyksli

Framundan er stórfundur G7-ríkjanna Frakklands, Kanada, Ítalíu, Japans, Bretlands, Þýskalands og Bandaríkjanna í Cornwall í Bretlandi. Joe Biden Bandaríkjaforseti er þegar kominn til Bretlands. Ýmsir aðilar eins og Blaðamannafélagið í Genf ásamt pyndingarsérfræðingi Sameinuðu þjóðanna, Nils Melzer reyna nú að láta á það reyna að fá Assange lausan.

Assange hefur núna verið innilokaður í tvö ár í Betmarsh-fangelsinu í Englandi ákærður fyrir að hafa brotið loforð um greiðslur, þegar hann sótti um hæli í sendiráði Ekvadors fyrir sjö árum síðan til að komast hjá framsali til Bandaríkjanna. Verði Assange framseldur til Bandaríkjanna á hann yfir höfði sér langa fangelsisvist fyrir að hafa afhjúpað misgjörðir bandarískra hermanna í Afghanistan. Breska lögreglan fór inn í sendiráð Ekvadors með leyfi sendiherrans til að handtaka Julian Assange en Ekvador hafði þá nýlega fengið loforð um stórt lán í dollurum.

Assange ákærður fyrir að hafa sagt sannleikann – allan sannleikann og ekkert nema sannleikann

Blaðamannaklúbburinn í Genf hefur sent frá sér yfirlýsingu, þar sem þess er krafist, að blaðamaðurinn og uppljóstrarinn Julian Assange verði tafarlaust sleppt úr fangelsi og að framsalskröfur til Bandaríkjanna verði lagðar niður. Nil Melzer hjá SÞ styður kröfurnar og vill að spurningin verði tekin fyrir á komandi G7-fundi.

Melzer segir í yfirlýsingu (sjá myndband að ofan), að mál Assange sé „eitt mesta réttarheyksli sögunnar.” Segir hann Julian Assange ásamt Edward Snowden og Chesea/Bradley Manning vera lík í skápi Vesturlanda.

„Þetta er sagan um mann sem er kærður fyrir það að segja sannleikann, – allan sannleikann og ekkert nema sannleikann. Ég get ekki skilað heiminum til barna minna á þann veg, að það sé glæpur að segja sannleikann, því það væri þá harðstjórn.”

Fyrir tveimur árum síðan gagnrýndi Melzer Svíþjóð harðleg fyrir að taka þátt í „samhæfðri aðgerð til að einangra, vofuvæða, kúga og að lokum þagga niður í Júlían Assange.”

Minnisvarði reistur í Genf

Ítalski listamaðurinn Davide Dormino stendur á fjórða stólnum í listaverki sínu sem hyllir þá Julian Assange, Edward Snowden og Bradley Chelsea Manning. Myndin er frá Pompidou miðstöðinni í París 2015 en listaverkið hefur farið víða um heim – núna síðast í Genf.

Fjölmiðlaklúbburinn í Genf segir í tilkynningu að bresk yfirvöld verði að hafna framsölukröfu Bandaríkjanna og sleppa Assange frjálsum. Krafa er einnig sett fram um að leggja niður réttarhöld yfir Assange og sýna „virðingu fyrir því mati sem mannréttindasamtök í Genf hafa fyrir óskertum mannréttindum.” Einnig leggja blaðamennirnir til að lönd eins og t.d. Sviss bjóði Assange griðarstað undan áframhaldandi pólitískum ofsóknum vegna blaðamennskunnar.

Hefur verið í einangrunarklefa í tvö ár

Assange er í haldi í Belmarsh-fangelsinu sem var byggt fyrir verstu og ofbeldisfyllstu glæpamenn Bretlands. Þrátt fyrir að Assange hafi aldrei verið dæmdur fyrir nein afbrot, þá er hann læstur inni í þröngum klefa 22 tíma á sólarhring. Fréttir hafa borist af því, að heilsa Assange sé að gefa sig. Stella Morris, kærasta Assange, segir í viðtaldi við Daily Mail „að líf hans hangi á bláþræði og að hann sé í hræðilegu ásigkomulagi og svo tekinn eftir einangrunina, að hann geti vart sagt heila samhangandi setningu.” Stella Moris segir einnig:

„Julian er enginn ofbeldismaður, hann er engin ógn við samfélagið. Hann er blaðamaður sem berst fyrir upplýsingafrelsi. Staðan í málinu er skömm fyrir réttarfarskerfi Bretlands. Það er dökkur blettur á alþjóðlegri ímynd Bretlands. Það er tími til kominn að Joe Biden afturkalli ákæruna gegn Julian og Boris Johnson ætti að krefjast þess á G7-fundinum í þessarri viku. Vonandi sigrar réttlætið.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila