Norskur heilbrigðsstarfsmaður, fullfrísk kona, dó eftir bólusetningu með AstraZeneca bóluefni

Steinar Madsen yfirmaður Lyfjastofnunar Noregs á blaðamannafundi í dag, þar sem upplýst var um andlát konunnar eftir sprautu með bóluefni AstraZeneca.

Verdens Gang greinir frá því, að fullfrísk kona undir 50 ára aldri og starfandi í norsku heilbrigðisþjónustunni dó eftir að hafa fengið blóðtappa í kjölfar bólusetningar með bóluefni AstraZeneca. Konan var ein þriggja bólusettra starfsmanna sem fóru á sjúkrahús með blóðtappa eftir sprautuna. Norsk lyfjayfirvöld tilkynntu að konan hefði dáið í gær, sunnudag.

“Það var því miður ekki hægt að bjarga lífi hennar. Hún dó í gær. Hún var fullfrísk að öðru leyti. Hún fékk alla nauðsynlega aðstoð á gjörgæsludeildinni á Ríkissjúkrahúsinu“ sagði Trine Kåsine yfirlæknir á blaðamannafundi í dag.

Fólkheilsan í Noregi ákvað á fimmtudaginn að stöðva bólusetningu með AstraZeneca í Noregi eftir að 60 ára gömul kona í Danmörku dó eftir að hafa fengið sprautu með bóluefni AstraZeneca. Dönsk heilsuyfirvöld slöðvuðu þá tafarlaust notkun á AstraZeneca.

Fjöldi ESB-ríkja hefur ákveðið að stöðva notkun á bóluefni AstraZeneka vegna viðvarana um að það geti valdið blóðtappa. Í Svíþjóð segja lyfjayfirvöld þvert á móti að „kosturinn af bóluefninu sé langtum stærri en áhættan af því að nota það.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila