Nótan fyrir uppþot og eyðileggingar Black Lives Matter í 140 bandarískum borgum mótsvarar 273 milljörðum íslenskra króna

Tjónakröfur á hendur tryggingafélaga vegna uppþota í kjölfar dauda George Floyd eru háar og óvíst að allir skilji að venjulegt fólk þarf á endanum að greiða tjónið.

Daily Mail segir frá kostnaði skattgreiðenda í Bandaríkjunum vegna uppþota, óeirða og skemmdarverka Black Lives Matter: 2 milljarðar dollarar sem mótsvarar um 273 milljörðum íslenskra króna. Þetta eru kröfur einstaklinga og fyrirtækja sem fengu eigur sínar skemmdar eða eyðilagðar í uppþotum í kjölfar dauða George Floyd í 140 borgum í Bandaríkjunum. Raunverulegt tjón er enn þá hærra, þar sem tryggingar greiða ekki fyrir allan skaðann. Þurfti að senda þjóðvarlið til 21 fylkja til að stöðva uppþotin. A.m.k. sex hafa misst lífið í átökunum.

Uppþot hafa aldrei áður verið jafn dýr og núna

Nú verður byggt og lagað eftir allar skemmdirnar og ránin og búðareigendur og einstaklingar fá greiddar skaðabætur. Kostnaðurinn er sögulega sá hæsti eftir uppþot í Bandaríkjunum 2 milljarðar dollarar. Í uppþotum eftir handtöku Rodney King í Los Angeles 1992 nam kostnaðurinn um 1,42 milljörðum dollara, þannig að kostnaðurinn eftir George Floyd er um 25-30% hærri. Þá sem nú var lögreglan ásökuð um kynþáttahatur og ofbeldi og voru lögreglumenn sem handtóku Rodney King fríaðir af ákærunum.

Í Bandaríkjunum eru atburðir sem skaða samfélagið með kostnaði sem fer umfram 25 milljónir dollara skilgreindir sem „hamfarir.” Einungis náttúruhamfarir eins og t.d. fellibylir og skógareldar ásamt hryðjuverkum eins og gegn tvíburaturnunum 2001 valda skaða með kostnaði sem er hærri en skaðinn af skrílslátum Black Lives Matter að undanförnu.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila