Núna sést einungis hverjir eru ánægður með myndbönd á Youtube

Eftir að „vinsælasti forseti sögunnar“ Joe Biden fékk ömurlega fá áhorf á myndböndin sín, þar sem t.d. einungis 114 segjast sammála en 1.600 eru á móti, þá hefur YouTube ákveðið að hætta að sýna tölur þeirra sem smella á þumalinn niður.

New York Post greinir frá því, að YouTube sagði nýlega, að sumir notendur myndu taka eftir því, að ekki sæist lengur, hversu mörgum „mislíkaði“ efni þeirra. Með þessu vill YouTube „bregðast við ósk notenda um vellíðan og vinna gegn herferðum um að vera ósammála myndböndum.“

Áhorfendur munu enn sjá merkið um að mislíka með þumalinn niður og mun YouTube fá með hversu margir sem smella á það „en þær tölur birtast ekki opinberlega.“ YouTube vonar, að breytingin skapi meiri velvilja, þar sem ekki er lengur hægt að hvetja nettröll til herferða til að mislíka ákveðin efni.

„Til að mæta óskum notenda um vellíðan og vinna gegn herferðum til að mislíka efni, þá erum við að prófa breytt útlit, þar sem ekki sést hversu margir eru á móti efninu“ sagði YouTube á Twitter. Þeir sem leggja út myndbönd eiga samt að geta séð hversu mörgum líkar ekki við myndbönd þeirra en tölurnar eru faldar fyrir öðrum.

Hæðst að YouTube á félagsmiðlum

Einn tísti í háði: „HÆ núna er búið AÐ LEYSA EINELTI með því að einungis fórnarlalmbið geti sagt frá því að verið sé að ofsækja það. SNILLD.“ Annar tísti: „Það breytir engu, að fjarlægja álit annarra. Ég vil geta séð hversu mörgum líkar eða mislíkar við myndbandið svo ég geti ákveðið, hvort það sé þess virði að eyða tíma í að horfa á það.“

Sumir velta því fyrir sér, hvort myndbönd Hvíta hússins í stjórnartíð Joe Biden forseta hafi í raun verið tilefni til „herferða að mislíka við myndböndin.“ (Sjá myndband að neðan.) Myndbönd Hvíta hússins í tíð Donald Trumps fengu grunsamlegan mikinn fjölda sem „líkar“ við myndböndin á móti þeim fáu sem „mislíkar“ þau. „YouTube er að reyna að skapa jafnvægi,“ tístir annar.

TikTok gefur nú notendum möguleika á að „efla góðvild og félagsskap“ með því að ákveð sjálfir, hvort tölurnar með „líkar“ eða „mislíkar“ birtast á skjánum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila