NÝ FRÉTT – Hryðjuverk í dómkirkjunni í Nice „kona afhöfðuð – a.m.k. þrír myrtir og fleiri særðir

Le Figaro segir frá nýju hryðjuverki núna fyrir hádegið í borginni Nice. Þrír hafa verið stungnir til bana og fleiri særðir í dómkirkjunni í Nice. Hryðjuverkamaðurinn hefur verið handtekinn. Borgarstjóri Nice, Christian Estrosi, segir á Twitter að „Ég staðfesti að allt bendi til að þetta sé hryðjuverk.” Gérald Darmanin innanríkisráðherra segir á Twitter að hann kalli saman til neyðarfundar eftir atburðinn. RT segir að hryðjuverkamaðurinn hafi hrópað „Allahu akbar” „ Allah er mikill”.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila