NÝ FRÉTT: NEYÐARÁSTANDI LÝST YFIR Á SPÁNI VEGNA KÓRÓNUVEIRUNNAR – ÚTIGÖNGUBANN KL. 23.00 – 06.00 Í ALLT AÐ SEX MÁNUÐI

Pedro Sanchez forsætisráðherra Spánar hefur lýst yfir neyðarástandi á Spáni með útgöngubanni í öllu landinu. Ekki er reiknað með öðru en að þingið samþykki tillögur ríkisstjórnarinnar sem heimilar útgöngubann í sex mánuði samfleytt ef með þarf.

Sænska sjónvarpið greinir frá því að forsætisráðherra Spánar hafi lýst yfir neyðarástandi á Spáni í öllu landinu (Kanaríeyjar undanskildar) með útgöngubanni eftir kl 23.00 á kvöldin fram til 6.00 að morgni. Neyðarástandið gildir til að byrja með í 15 daga en verður framlengt upp í heila sex mánuði samþykkir þingið tillögur ríkisstjórnarinnar eins og búast má við. Að auki eru samkomur takmarkaðar við sex einstaklinga. Svæðastjórnir geta einnig ákveðið að takmarka ferðir milli svæða en um sinn verða landamæri Spánar ekki lokuð eins og gert var í fyrstu hrinunni. Pedro Sanchez sagði í ávarpi í dag að „Öll Evrópa tekur nú ákvarðanir um að takmarka hreyfileikann. Staðan sem við erum í er óheyrilega hættuleg.”

Markmið ríkisstjórnarinnar er að ná smiti niður í 25 af hverjum 100 þúsund íbúum. Núverandi ástand er 362 á hverja 100 þúsund íbúa. Héraðsstjórnir geta útfært eigin takmarkanir og hreyft tíma útgöngubannsins um einn tíma þ.e.a.s. að bannið hefjist allt frá kl. 22 til kl. 24 og sé aflétt um morguninn kl. 05 til 07.

Hertari aðgerðir á Ítalíu og í Frakklandi

Á Ítalíu tilkynnti Giuseppe Conte forsætisráðherra að hert yrði á takmörkunum og loka barir og veitingahús kl 18.00. Kvikmyndahúsum, leikhúsum, líkamsræktarstöðvum og sundlaugum verður lokað. Mörg svæði setja á útgönngubann að næturlagi. „Við teljum að fáuum að þjást þennan mánuðinn en eftir þessar takmarkanir munu við geta andað rólegar aftur í desember,” segir Giuseppe Conte. Fréttir hafa borist um kröftug mótmæli í stórborgunum Neapal og Róm og hefur lögreglan þurft að beita táragasi á mótmælendur.

Frakkland setur einnig á útgöngubann í mörgum hlutum landsins. Ákvörðunin er umdeild og hefur verið gagnrýnd. Margir viðskiptaaðilar eru á móti banninu sem snertir yfir 20 milljónir mannns m.a. í borgunum Marseille, Lyon, Lille og Toulouse ásamt París.

.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila