Ný gossprunga á gosstöðvunum á Reykjanesi – Svæðið rýmt

Um fimm hundruð metra löng gossprunga hefur opnast um hálfan kílómetra Norðaustur af gosstöðvunum í Geldingardölum. Það voru flugmenn sum fyrst urðu varir við sprunguna og gerðu viðbragðsaðilum viðvart.

Af myndum að dæma er ekki mjög mikið hraunrennsli enn sem komið er. Viðbragðsaðilar vinna nú að því að rýma svæðið enda sé komin upp ákveðin óvissustaða, enda sé erfitt að sjá hvert framhald atburðarrásarinnar verður.

Jarðeðlisfræðingar segja að þessi nýja staða sé skýrt merki um að atburðarrásin sé langt frá því að vera búin og að vera þurfi á varðbergi gagnvart atburðum sem þessum.

Hér má sjá mynd af nýju sprungunni, ofarlega til vinstri má svo sjá hraunið úr gosinu í Geldingadölum

Kl:13:50. Þyrla landhelgisgæslunnar er þessa stundina að fljúga yfir svæðið og kanna hvort fólk sé á svæðinu en þyrluflugið er hluti af þeirri rýmingu sem farið hefur verið eftir, eftir að nýja sprungan opnaðist

Kl.14:03. Veðurstofan segir að komið hafi í ljós að önnur minni sprunga hafi opnast eftir að sú fyrri opnaðist í hádeginu. Hraunrennsli frá sprungunum liggur ofan í Merardali.

Kl.15:30. Veðurstofan segir frá nýju sprungunni á Twitter:

Kl:15:27. Hér má sjá myndband frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra af hrauninu frá nýju sprungunum renna niður í Merardali

kl.15:37. Hér má sjá mynd sem tekin er úr botni Merardala, en eins og sjá má á myndinni er hraunið búið að ná að botni Merardala. Takið eftir bifreiðunum vinstra megin við hraunrennslið, en í samanburði við þær má sjá að um talsvert hraunrennsli er að ræða.

Fleiri myndir af nýju sprungunum og hraunrennslinu hér að neðan:

Kl.17:08. Ekki er talin hætta á því eins og staðan er nú að hraun úr nýju sprungunum ógni byggð eða vegum, enda renni hraunið lengra inn í óbyggðir.

Frekari upplýsingar munu birtast hér eftir því sem þær berast

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila