Ný könnun: Svíar óttast skipulagða glæpastarfsemi mest af öllu

Hluti af ólöglegum vopnum sem lögreglan komst yfir í fyrra.

Í nýrri könnun SOM-stofnunarinnar, sem SVT greindi frá, kemur í ljós, að mikilvægasta málið að leysa í Svíþjóð að mati Svía, er að útrýma glæpaklíkum og öllu ofbeldi. Er það mikilvægara mál en baráttan gegn Kína-veirunni, sem orsakar sjúkdóminn Covid-19.

Fólksinnflutningur og aðlögun innflytjenda mikilvægir málaflokkar

Lög og regla eru málaflokkar sem sífellt fá aukið vægi í þjóðfélagsumræðunni í Svíþjóð. 34% segja þennan málaflokk mikilvægan núna en ár 2018 voru það 16% og ár 2019 voru það 28%. Það sem mun þó skipta enn meira máli í næstu kosningum eru velferðarkerfið og allur fólksinnflutningurinn en 38% telja innflytjendur og aðlögun þeirra í samfélagið mikilvægustu spurningarnar. Það er svipuð afstaða og ár 2019 og mun lægri en ár 2016 þegar 53% höfðu miklar áhyggjur af öllum fólksinnflutningnum eftir flóðbylgju innflytjenda ár 2015.

90% vilja sjá aukin viðurlög við afbrotum glæpahópanna

60% Svía hafa miklar áhyggjur af því, hvað framtíðin ber í skauti sér vegna alls ofbeldis og glæpahópanna. Í öðru sæti á áhyggjulistanum er neysla eiturlyfja og hafa 55% miklar áhyggjur af eiturlyfjaneyslu í Svíþjóð. Sem svar við spurningunni, hvort auknar refsingar gagnvart glæpahópum væri góð tillaga svöruðu 90% því játandi.

57% Svía telja Svíþjóð vera á rangri braut

Árið 2019 töldu 61% Svíar Svíþjóð vera á rangri braut en núna er talan aðeins lægri eða 57%. Þá hefur þeim sem eru jákvæðir til starfsemi ríkisstjórnarinnar aukist frá 29% ár 2019 upp í 36% ár 2020 skv. rannsókninni. Alls voru 22 500 manns spurð á aldrinum 16-85 ára út um allt land. Könnunin var gerð milli september og desember 2020.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila