Ný regla í Danmörku: Hámark 30% íbúa af „ekki vestrænum uppruna“ í hverju íbúðarhverfi

Mette Frederiksen er staðráðin í því að vinna bug á „tilkomu og vöxt hliðarsamfélaga“ í Danmörku. Núna kynnir hún lög sem banna að meira en 30% íbúa í íbúðarhverfum megi vera frá löndum utan Vesturlanda.

Sósíaldemókratísk ríkisstjórn Danmerkur tilkynnti á miðvikudaginn að takmarkanir verða settar á, hversu hátt hlutfall íbúa sem ekki eru frá Vesturlöndum mega vera í íbúðarhverfum. Slíkir íbúar mega einungis vera samanlagt að hámarki 30% af íbúafjöldanum. Daily Mail greinir frá þessu og segir að danska ríkisstjórnin hafi kynnt málið á miðvikudaginn. 11% af 5,8 milljónum íbúa Danmerkur eru af erlendu bergi brotnir og af þeim koma 58% frá „ekki vestrænum“ löndum. Ríkisstjórnin vill „draga úr hættunni á trúarlegum og menningarlegum hliðarsamfélögum“ með aðgerðunum.

Orðið gettó verður ekki lengur notað um útsett svæði. Í lagatillögunum segir að markinu um 30% íbúa „ekki af vestrænu“ bergi verði náð á 10 árum. Samkvæmt Kaare Dybvad Bek innanríkisráðherra eykur fjöldi yfir 30% slíkra íbúa „hættuna af trúarlegum og menningarlegum hliðarsamfélögum. Hugtakið gettó er villandi … Ég held að það stuðli að því að myrkva þá mikla vinnu, sem þarf að vinna í þessum hverfum,“ sagði Kaare.

Hingað til var hugtakið gettó notað um hverfi með meira en 1.000 manns, þar sem yfir helmingur var „ekki af vestrænum uppruna“ og uppfyllti að minnsta kosti tvö af fjórum skilyrðum:

  • Yfir 40 prósent íbúanna eru atvinnulausir
  • Yfir 60 prósent 39-50 ára hafa ekki framhaldsskólanám
  • Glæpatíðni er þrefalt hærri en landsmeðaltal
  • Íbúar hafa 55% lægri tekjur en meðaltal svæðisins

Fimmtán dönsk hverfi falla nú undir þennan flokk og 25 önnur eru talin „í hættu“. Listinn var uppfærður í desember. Frumvarpið verður rætt af dönsku stjórnmálaflokkunum og er búist við að það nái fram að ganga, þó engin dagsetning hafi verið ákveðin fyrir atkvæðagreiðsluna.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila