Ný skýrsla: Kína falsar upplýsingar um loftmengun í landinu á kerfisbundinn hátt

Grímur voru notaðar fyrir komu veirunnar vegna loftslagsmengunar í Kína og búast má við því áfram, þrátt fyrir „hreinar loftslagstölur“ kommúnistaflokksins.

Í nýrri skýrslu um loftslagsmengun segir, að Kína falsi á kerfisbundinn hátt upplýsingar um mengun í andrúmsloftinu til að fegra myndina af landinu.

Niðurstöður rannsóknarinnar sem birtust í tímariti PLOS One „benda eindregið til“ að kínverskir embættismenn dragi úr raunverulegri mengun í mörgum stærstu borgum landsins. Vísindamennirnir Jesse S. Turiel og Robert K. Kaufmann báru saman magn PM2.5, sem tilkynnt er af eftirlitsstöðvum undir stjórn kínverskra yfirvalda, saman við magn mælistöðva undir stjórn bandarískra sendiráða. PM2.5 er svífeining ryks, sem getur haft alvarlega afleiðingar fyirir heilsuna við innöndun.

Turiel og Kaufmann báru saman mælistöðvar Kínverja og bandarísku mælistöðvanna í fimm helstu borgunum – Peking, Shenyang, Shanghai, Guangzhou og Chengdu – á tímabilinu milli janúar 2015 og júní 2017. Þeir fundu tölfræðilega marktækan mun á magni mengunar, sem benti til þess að „stöðvar sem stjórnað er af stjórnvöldum tilkynna mengunarstig kerfisbundið lægra, þegar loftgæði staðarins eru slæm.“

Með verstu loftgæði heims

Kína hefur ein verstu loftgæði heims og skráða sögu um rangfærslur í umhverfisgögnum. Árið 2012 reyndu stjórnvöld að draga úr upplýsingaflæðinu. En þrátt fyrir minnkun upplýsingamangs héldu rangfærslurnar áfram.

Vísindamenn sögðu, niðurstöðurnar kæmi þeim ekki á óvart, því þeir væru undir „gífurlegum þrýstingi“ embættismanna um að tilkynna minnkandi mengun. Kínversk stjórnvöld hafa hækkað sektir við að draga úr mengun í skýrslum mælinga en ekki lagt neitt meira fé til að vinna gegn mengun.

Kína og Bandaríkin gáfu út sameiginlega yfirlýsingu 17. apríl s.l. þar sem segir, að löndin tvö starfi saman í loftslagsmálum. Sérlegir sendiboðar ríkjanna þeir John Kerry og Xie Zhenhua náðu samkomulagi eftir að hafa fundað í Sjanghæ 15. og 16. apríl skv. yfirlýsingunni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila