Ný stjórnarskrá er mikilvæg fyrir alla sama hvar þeir standa

Það er gríðarlega mikilvægt fyrir alla að ný stjórnarskrá verði að veruleika og samtakamáttur þjóðarinnar til að svo megi verða er áþreifanlegur. Sjálfboðaliðar á öllum aldri hafa undanfarna daga unnið hörðum höndum að safna undirskriftum til stuðnings stjórnarskrá Stjórnlagaráðs og þjóðin kaus um árið 2012.

Í síðdegisútvarpinu í dag ræddi Arnþrúður Karlsdóttir við baráttufólk á öllum aldri, þekkt og óþekkt sem eiga það sameiginlegt að leggja baráttunni lið, hvert á sinn hátt. Ein af þeim sem leggur baráttunni lið er Ásdís Árnadóttir en hún er á níræðisaldri og hefur verið að safna undirskriftum á Norðurlandi, hún segir að nýja stjórnarskráin sé afar mikilvæg þar sem tekið sé á svo mörgum málum, eins og auðlindamálum, frelsi fjölmiðla og þáttum sem séu samfélagslega mikilvægir.


Stjórnarskráin sem kosið var um 2012 mjög góð og felur í sér miklar umbætur


Það er ekki aðeins eldra fólkið sem hefur áhuga á málinu því mikið af öflugu ungu fólki hefur látið að sér kveða í baráttunni um nýja stjórnarskrá en ein af þeim er Ósk Elvarsdóttir lögfræðingur en hún segir mikla vitundarvakningu meðal ungs fólks um málið og skrifaði hún meistararitgerð um stjórnarskrána þar sem hún fór yfir það grundvallaratriði að þjóðin sé stjórnarskrárgjafinn.

Hún segist ósátt við þá vegferð sem forsætisráðherra ásamt formannanefndinni er komin í með því að hunsa vilja þjóðarinnar um nýja stjórnarskrá 

það er í raun alveg ótrúlegt, og þetta auðlindaákvæði sem Katrín Jakobsdóttir hefur sett þarna, þetta er í raun bara til skrauts og breytir í raun engu til hins betra sé það borið saman við þá stöðu sem er uppi í dag„.


Þá var rætt við Matthías Tryggva Haraldsson tónlistarmann sem þekktastur er fyrir að vera einn meðlima hljómsveitarinnar Hatara. Matthías sagði í þættinum að Stjórnarskrá stjórnlagaráðs hefði sérstaka þýðingu fyrir sig því þegar hann kaus og greiddi atkvæði með henni árið 2012 var það í fyrsta skipti sem Matthías var að taka þátt í kosningum

ég er sár yfir því að nýja stjórnarskráin er ekki orðin að veruleika, manni finnst manni hafa verið svikinn, ég hef beðið mjög lengi eftir því að hún yrði að veruleika en það er ekki raunin núna átta árum síðar„,segir Matthías.


Smelltu hér til þess að skrifa nafn þitt á undirskriftalistann


Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila