Ný „svitalög“ gegn Pútín á Ítalíu

Ítalir undirbúa sig fyrir að draga niður og að lokum að hætta að kaupa rússneskt gas sem í dag stendur fyrir 40 % af allri gasorku á Ítalíu. Ný „svitalög“ banna loftkælingu undir 27 gráður C innanhúss. Eins og venjulega, þá bitna aðgerðirnar fremst á almenningi.

Draghi stillir upp valkostum Ítala: „Friður í Úkraínu EÐA loftkæling á Ítalíu“

Politico skrifar, að bannað verði að kæla hitastig innandyra niður fyrir 27 gráður í skólum og öðrum opinberum byggingum á Ítalíu í sumar í aðgerð sem gengur undir nafninu „Hitamælirinn.“

Nokkuð óvænt þá ná lög vinstri stjórnarinnar einnig til stjórnarbygginga í tilrauninni að draga úr áhrifum Vladimír Pútíns Rússlandsforseta á daglegt líf Ítala. Um 40% gasorkunnar kemur frá Rússlandi. Ríkisstjórnin ætlar með aðgerðum sínum að minnka innflutning á rússnesku gasi og einnig að undirbúa sig, að Rússland gæti gripið til lokunar á gasi eins og Rússland gerðu nýverið gagnvart Finnlandi og áður gagnvart Póllandi og Búlgaríu. Búist er við að gasnotknun minnki um fjóra milljarða rúmmetra fram að áramótum. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar bitna nær eingöngu á saklausum almenningi í Ítalíu.

Í vetur er gert ráð fyrir að bannað verði að hafa hærra hitastig innandyra en 19 gráður. Munu þau hitamörk merkjast í landi í Suður-Evrópu, þar sem bæði loftræsting og einangrun tilheyra ekki því venjulegasta.

Refsað verður fyrir brot á „svitalögunum“ með fjársektum á bili sem samsvarar 75 – 450 þúsund íslenskra króna.

Forsætisráðherra Ítalíu, Mario Draghi, hefur áður ásakað önnur ESB-lönd fyrir að borga fyrir innrás Rússa í Úkraínu með því að kaupa rússneskt gas. Hann segir, að íbúar ESB verði að aðlagast nýjum lífsstíl, þegar verið er að refsa Rússlandi með viðskiptaþvingunum.

Draghi spurði nýlega á blaðamannafundi, þegar „svitalögin“ voru tilkynnt en þau gilda fram í apríl ár 2023:

„Viljum við fá frið eða loftkælingu?“

Deila