Nýjasta krafa Gretu Thunberg: Hættið að nota við til eldunar

Núna segir Gréta að það sé betra að elda með kolum og olíu en trjám, því meira magn gróðurhúsaloftstegunda losni við orkunýtingu eldiviðs en með olíu og kolum.

Núna gerir Loftslags-Gréta þá kröfu að ekki megi nota við til eldunar, það skrifar hún á Instagram. Hún segir að „yfir 500 vísindamenn ráðleggja heimsleiðtogunum að hætta að líta á trébrennsli sem koldíoxíðhlutlaust.” Með innlegginu er Greta Thunberg að styðja ákall Heimsnáttúrusjóðsins WWF sem vill að hætt sé að höggva niður skóg og nýta sem orkugjafa í staðinn fyrir að olíu eða kol. Einnig er undirskriftasöfnun á netinu þar sem kallað er eftir banni á eldun trjáa til orkuvinnslu og segir m.a. að:

„Eldun trjáa losar meiri koldíoxíð en kolefniseldsneyti og það getur tekið áratugi fyrir tré að vaxa upp að nýju. Þrátt fyrir það, þá fá orkuver sem nota tré til eldunar að kalla sig „endurnýjunarbær”– jafnvel þótt þau eldi upp heilu trén sem plægð eru í mikilvægum umhverfiskerfum og innflutt frá útlandinu.”

Gréta Thunberg hefur merkt innleggið með myllumerkinu #stopfakerenewables. Samar í Norður-Svíþjóð segja að þeir séu hlunnfarnir af stóru skógarfyrirtækjunum þegar þau nýta skóginn. Hætt er við að margir skógsbændur missi grundvöll að búskapnum ef farið verður að klassa nytjun skógar sem umhverfisóvænan, enda er löng reynsla og háar kröfur í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi fyrir því að rækta upp land með nýjum skógi í stað þess skógar sem nytjaður er aðallega fyrir timbur- og pappírsframleiðslu. Úrgangur trévinnslu og pappírsframleiðslu nýtist sem eldiviður til orkuvera og húshitunar sem og úrgangur frá heimilum og fyrirtækjum sem endurnýtist til orkuframleiðslu.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila