Nýtt hernaðarbandalag er svar við auknum hernaðarumsvifum Kínverja

Nýtt hernaðarbandalag Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu er svar við auknum hernaðarumsvifum kínverja í Kínahafi þar sem þeir gerast sífellt ágengari við nágranna sína og Taiwan. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar fréttamanns í Stokkhólmi í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Gústaf segir að meðal þess sem kínverjar hafi gert sé að byggja gerfieyjar í þeim tilgangi að færa út landhelgi sína, aukið vígbúnað á svæðinu og algjörlega afneitað því að Taiwan sé sjálfstætt ríki.

Frakkar mjög ósáttir

Frakkar eru verulega ósáttir við nýja hernaðarbandalagið og segja Ástrali hafa haft samninga sem frakkar gerðu um smíði á kafbátum til Ástralíu að engu, en ástralir segja að þeir hafi gert frökkum viðvart um hver stefnan væri.

Þá hefur Boris Johnson ekki látið sitt eftir liggja þegar kemur að því að hafa skoðun á málinu, enda Bretland aðili í nýja bandalaginu:

Hér má heyra Boris ræða um málið og í framhaldinu má heyra í Jean-Yves Le Drian utanríkisráðherra Frakklands sem er bálreiður vegna málsins en hann segir meðal annars að honum finnist útspilið vera sem rýtingur í bak frakka:


Samningar frakka við ástrali er mjög stór biti og því von að frakkar séu ósáttir en sé miðað við þá kafbáta sem Ástralir ætli að smíða sjálfir þá er himinn og haf á milli þeirra hvað varðar tækni og getu kafbátanna, þessir frönsku séu í raun úreltir miðað við þá sem smíðaðir verða í Ástralíu. Að auki skapi smíðin mikinn fjölda starfa og er því mun hagstæðara fyrir ástrali heilt yfir.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan:

Athugasemdir

athugasemdir

Deila