Nýtt og bætt regluverk kemur ekki í veg fyrir að bankakerfið verði misnotað á ný

Ásthildur Lóa Þórsdóttir formaður Hagsmunasamtaka Heimilanna og Guðmundur Ásgeirsson lögfræðingur samtakanna

Nýtt og bætt regluverk kemur ekki í veg fyrir að bankakerfið verði misnotað líkt og gerðist í aðdraganda bankahrunsins 2008. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Ásgeirssonar sérfræðings og lögfræðings hjá Hagsmunasamtökum heimilanna í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Guðmundur segir að þegar þetta er haft í huga þegar rætt er um sölu á Íslandsbanka liggi í augum uppi að það sé ekki góð hugmynd að selja bankann, og að mati Guðmundar væri rétt að spyrja hvort það sé heppilegt að grunnstoðir í samfélaginu líkt og bankar sé í einkaeigu.

Hann minnir á að enn hafi ekki verið varpað ljósi á það sem gerðist eftir bankahrunið, aðeins hafi verið varpað ljósi á hvað gerðist í aðdraganda bankahrunsins þegar eigendur bankanna keyrðu þá í kaf, en enn eigi eftir að rannsaka hvað varð til þess að heimili landsins voru keyrð í kaf.

Guðmundur bendir á þá staðreynd að þegar bankakerfið var misnotað síðast hafi reglur og lög verið í gildi og það hafi ekki komið í veg fyrir hrunið, heldur hafi það einmitt átt sér stað vegna þess að reglur og lög voru brotin.

Þá segir Guðmundur að tímasetning fyrirhugaðrar sölu sé áhugaverð:

það er áhugavert að þetta er að gerast rétt áður en kosningar eiga sér stað og því verð ég að álykta sem svo að af þessu sé talsverð kosningalykt„.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila