Nýtt stjórnmálabandalag innan ESB til að berjast gegn stofnun evrópsks stórríkis

Nýja stjórnmálabandalagið segir, að stöðug endurtúlkun stofnana Evrópusambandsins á sáttmálum ESB, grafi undan stjórnlagaskipun aðildarríkjanna og breyti störfum ríkisstjórna og þinga í að afgreiða samþykktir sem aðrir hafa tekið.

Leiðtogar 16 stjórnmálaflokka víðsvegar um Evrópu hafa boðað fordæmalaust bandalag til að verja fullveldi evrópskra þjóðríkja, vernda kjarnafjölskylduna og varðveita hefðbundin kristin og gyðingaleg gildi.

„Sameiginleg yfirlýsing um framtíð Evrópusambandsins“ frá 2. júlí er fyrsta mikilvæga viðleitni gagnrýnna stjórnmálaflokka til að standa sameiginlega að andmælum gegn átaki evrópskra alríkissinna að breyta Evrópusambandinu í guðlaust fjölmenningarstórríki. Þeir sem undirrita yfirlýsinguna eru m.a. Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, Matteo Salvini, fv. innanríkisráðherra Ítalíu og franski forsetaframbjóðandinn Marine Le Pen. Yfirlýsingin, sem er skrifuð af Jaroslaw Kaczynski, fv. forsætisráðherra Póllands, flokksleiðtoga Laga og Réttar (PiS), hefur einnig verið undirritað af íhaldssömum flokkum í Austurríki, Búlgaríu, Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Grikklandi, Litháen, Hollandi, Rúmeníu. og Spáni.

Í skjalinu kemur fram, að Evrópusambandið þarfnist „djúpstæðra umbóta“ vegna þess að „í stað þess að vernda Evrópu“ hafi það sjálft orðið „uppspretta vandræða, kvíða og óvissu.“ Undirritaðir segja, að ESB sé orðið verkfæri „róttækra afla“ sem eru staðráðin í að umbylta allri Evrópu. Markmiðið er að skapa evrópskt stórríki án evrópskra hefða, samfélagsstofnana eða siðferðisreglna. Undirritaðir segja, að íhaldsflokkar í Evrópu hafi yfirgefið hefðbundin kristin-gyðingaleg gildi og hafi samræmst afstöðu vinstri manna til pólitísks ávinnings. Fjöldainnflutningsstefnan er sérstaklega gagnrýnd en hún hefur gert milljónum innflytjenda frá Afríku, Asíu og Miðausturlöndum kleift að setjast að í Evrópu, þrátt fyrir að margir nýkomnir hafni evrópskum gildum.

Hér að neðan er yfirlýsingarin í lauslegri þýðingu, millifyrirsagnir eru okkar:

Sameiginleg yfirlýsing um framtíð Evrópusambandsins

„Umræðan um framtíð Evrópu, sem nýlega er hafin, á að taka með raddir þeirra aðila, sem skuldbunda sig þjóðfrelsi og hefðum evrópskra þjóða; flokkanna sem eru málsvarar íbúa sem helga sig evrópskum hefðum.

Óróleg saga Evrópu sérstaklega á síðustu öld olli mikilli ógæfu. Þjóðir, sem vörðu fullveldi og landhelgi gegn árásarmönnum, þjáðust meira en hægt er að ímynda sér. Eftir síðari heimsstyrjöldina urðu sum Evrópuríki að berjast við yfirráð sovéskrar alræðisstefnu í áratugi, áður en þau gátu endurheimt sjálfstæði sitt.

Þetta sjálfstæði og Atlantshafstengslin milli ESB og NATO sem og friður milli samstarfsþjóða er mikið afrek fyrir marga Evrópubúa og veitir þeim varanlega öryggistilfinningu og skapar ákjósanleg þróunarskilyrði. Aðlögunarferlið hefur ýtt mjög undir sköpun varanlegs samstarfs og friðar, gagnkvæman skilning og góð tengsl milli ríkja. Þetta tímamótastarf verður að halda áfram.

Evrópusambandið uppspretta vandræða, kvíða og óvissu

Þeir kreppubylir, sem hafa skollið á Evrópu á undanförnum tíu árum, sýna hins vegar að viðleitni að evrópsku samstarfi fer dvínandi, fyrst og fremst vegna þess að þjóðir telja að smám saman sé verið að svipta þær rétti sínum að nota lögmætan sjálfsákvörðunarrétt þjóðanna.

Evrópusambandið þarfnast mikilla umbóta vegna þess að í dag er ESB sjálft orðið uppspretta vandræða, kvíða og óvissu, í staðinn fyrir að vernda Evrópu og arfleifð hennar og leyfa frjálsa þróun Evrópuþjóða.

ESB er í auknum mæli orðið verkfæri róttækra afla, sem vilja menningarlegar og trúarlegar umbyltingu í Evrópu – og að lokum uppbyggingu Evrópu án þjóðríkja. Markmið þeirra er að skapa evrópskt stórríki með afnámi eða eyðileggingu evrópskra hefða og umbyltingu samfélagsstofnana og siðferðisreglna.

Hættuleg tilhneiging að hugmyndafræðilegri einokun

Notkun pólitískra og lagalegra innviða til að skapa evrópskt ofurríki og nýja tegund samfélagslegrar uppbyggingar er birtingarmynd hættulegrar og ágengrar samfélagsverkfræði fortíðarinnar og hlýtur að kalla á lögmæta andstöðu. Sú starfslega ofvirkni, sem við höfum séð á undanförnum árum innan stofnana ESB, hefur skapað hættulega tilhneigingu að hugmyndafræðilegri einokun.

Við erum sannfærð um, að samstarf Evrópuþjóða verður að byggja á hefðum, virðingu fyrir menningu og sögu Evrópuríkja, virðingu fyrir kristinni og gyðingalegri arfleifð Evrópu og á sameiginlegum gildum sem sameina þjóðir okkar – en ekki á eyðileggingu þeirra. Við áréttum þá trú okkar, að fjölskyldan sé grunneining þjóða okkar. Á sama tíma og Evrópa stendur frammi fyrir mikilli mannfækkunarkreppu með lágri fæðingartíðni og öldrun íbúa, þá á svarið að vera stefnumótun í fjölskyldumálum frekar en fjöldinnflutningur.

Við erum sannfærð um, að fullveldið í Evrópu eru og mun halda áfram að vera hjá þjóðum Evrópu. Evrópusambandið hefur verið búið til af þessum þjóðum til að ná markmiðum, sem hægt er að ná með skilvirkari hætti fyrir sambandið en af ​​einstökum aðildarríkjum. Hins vegar eru takmarkanir á starfsemi sambandsins settar með ráðstöfunarreglunni: öll starfsemi, sem ekki er veitt bandalaginu, tilheyrir aðildarríkjunum samkvæmt nálægðarreglunni.

Stöðug endurtúlkun stofnana ESB á sáttmálum ESB færa sífellt meiri völd til sambandsins

Með stöðugri endurtúlkun stofnana Evrópusambandsins á sáttmálum ESB undanfarna áratugi hafa þessi mörk verið færð til á kostnað aðildarríkjanna. Það er ósamrýmanlegt grundvallargildum sambandsins og leiðir til minnkunar á trausti Evrópuþjóða og íbúa þeirra á þessum stofnunum.

Til að stöðva og snúa þeirri þróun við er nauðsynlegt að skapa friðhelgt vald aðildarríkja ESB ásamt fullnægjandi varnarkerfi þess með þátttöku stjórnarskrárdómstóla eða sambærilegra aðila ríkjanna auk núverandi ráðstöfunarreglu.

Sérhver tilraun til að breyta evrópskum stofnunum í stofnanir, sem ganga framar innlendum stjórnskipunarstofnunum, skapar óreiðu, grefur undan stjórnarsáttmála ESB og skapar efasemdir um grundvallarhlutverk stjórnarskrár aðildarríkja ESB. Deilur sem af því leiða verða leiddar til lykta með fautalegri þvingun á vilja þess pólitískt sterkari á þann veikari. Þetta eyðileggur grundvöll Evrópusambandsins sem samband frjálsra þjóða.

Áfram yfirgnæfandi vilji til samstarfs

Við teljum að samstaðan verði að vera grundvallarleiðin til að ná sameiginlegri afstöðu í sambandinu. Nýlegar tilraunir til að sniðganga þá málsmeðferð eða hugmyndir um afnám hennar útilokar sum ríki frá ákvarðanatöku og breytir sambandinu í sérstakt fákeppnisform. Það getur í reynd leitt til vangetu þjóðlegra stjórnlagastofnana, þ. á. m. ríkisstjórna og þinga og takmarkar störf þeirra við samþykktir ákvarðana, sem aðrir hafa þegar tekið.

Í aðildarríkjunum er áfram yfirgnæfandi vilji til samstarfs og andi samfélags og vináttu gegnsýrir þjóðirnar og samfélög álfunnar. Það er okkar mikli auður. Endurbætt samband mun nýta sér þennan auð en samband sem hafnar umbótum mun sóa honum.

Þess vegna kynnum við þetta skjal í dag fyrir öllum flokkum og hópum, sem deila sjónarmiðum okkar, sem grunninn að sameiginlegu menningarlegu og pólitísku starfi með virðingu fyrir hlutverki núverandi stjórnmálahópa.

Endurbætum sambandið sameiginlega fyrir framtíð Evrópu!“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila