Obama kom í veg fyrir að Ísrael réði Soleimani af dögum 2015

Barack Obama. Mynd/ White House/Pete Souza

Ísraelska blaðið Haaretz greindi frá því í byrjun árs 2018 að Barack Obama þv. Bandaríkjaforseti hefði varað Írani við fyrirætlunum Ísraela að ráða íranska hershöfðingjann Qassem Soleimani af dögun ár 2015. Uppljóstrun Obama kom í veg fyrir að fyrirætlun Ísraelsmanna tækist.

Drónaárás Bandaríkjanna á bílalest Soleimanis í Bagdad er af mörgum talin einn alvarlegasti atburðurinn í Miðausturlöndum til margra ára litið og hefur Íran lofað að hefnast dauða hershöfðingjans sem Ísrael og Bandaríkin segja að hafi verið gerð „í sjálfsvörn“. Trump segir Soleimani hafa verið að undirbúa árásir á bandaríska hermenn á svæðinu. 

Skv. upplýsingum blaðsins Al Jarida reyndu Ísraelsmenn þegar ár 2015 að ráða Soleimani af dögum nærri höfuðborg Sýrlands Damaskus. Ísraelsmenn voru þegar á leiðinni til að ráða hann af dögum, þegar Barack Obama varaði Írani við. Þar með rann aðgerðin út í sandinn. Skv. blaðinu Haaretz gaf ríkisstjórn Trumps Ísraelsmönnum „grænt ljós á að myrða Qassem Soleimani“ í fyrra.

Obama var gagnrýninn á forsætisráðherra Ísraels Benjamin Netanyahu og í eitt skipti á fundi með Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta gleymdist að slökkva á hljóðnemum og þá heyrðist Sarkozy segja um Netanyahu „Ég þoli hann ekki lengur, hann er lygari“ og Obama svaraði „Ert þú orðinn þreyttur á honum en hvað með mig? Ég verð að umbera hann á hverjum degi.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila